ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4541

Titill

Rauðhólafólkvangur, saga, verndun og nýting

Skilað
2009
Útdráttur

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. prófs frá umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla
Íslands. Markmið verkefnisins er að fjalla um sögu, verndun og nýtingu Rauðhólafólkvangs. Auk
þess að koma með tillögu að aðkomu að Rauðhólasvæðinu þar sem verndargildi og notagildi fara saman. Með ritgerðinni er leitast við að svara því hvernig hægt er að nýta samspil náttúruverndar, nýtingar, sögu og staðhátta á Rauðhólasvæðinu til þess að styrkja það sem svæðið hefur upp á að bjóða, við gerð aðkomu . Unnar voru sjónrænar greiningar/ rýmisgreiningar. Við vinnu á
greiningum var farið í vettvangsferðir, teknar ljósmyndir og stuðst við loftmyndir. Auk þess
nýttist persónuleg þekking á svæðinu vel við greiningar. Rauðhólafólkvangur er hluti af stærsta
útivistarsvæði höfuðborgarinnar og er í norðurjaðri Heiðmerkur. Segja má því að
Rauðhólasvæðið sé anddyri Heiðmerkur. Helstu niðurstöður umfjöllunar og greining eru þær að
þrátt fyrir það rask sem að unnið var á Rauðhólunum um miðja 20.öld er svæðið fjölbreytt og
hefur mikið upplifunar- og útivistargildi. Með aukinni og fjölbreyttari útivistariðkun fólks og
vegna nálægðar svæðisins við þéttbýlið er mikilvægt að koma á ákveðinni stjórnun umferðar
innan þess til þess að verndargildi og notagildi Rauðhólafólkvangs fari sem best saman. Með
aðgengilegri og bættri aðkomu að Rauðhólunum er ekki einungis verið að hlífa því fyrir
átroðningi, heldur er akandi, gangandi og ríðandi umferð stýrt svo að náttúruminjar, gróðurfar
og gestir fái best notið sín. Með bættri aðkomu eru njótendur upplýstari um staðhætti og sögu
sem eykur útivistargildi og öryggi njótenda við útivistariðkun. Með fræðslu er hægt að auka
virðingu gesta fyrir svæðinu, sem í kjölfarið getur leitt til betri umgengni.

Samþykkt
16.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Lena Rut Kristj... .pdf5,1MBOpinn Meginmál lokaverkefnis - Rauðhólafólkvangur PDF Skoða/Opna
greining_1.pdf24,7MBOpinn Rauðhólafólkvangur -Greining 1 PDF Skoða/Opna
greining_2.pdf29,3MBOpinn Rauðhólafólkvangur - Greining 2 PDF Skoða/Opna