ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5254

Titlar
  • Áhrif kinesio teips á teygjanleika í aftanlærisvöðvum

  • en

    The effect of kinesio taping on hamstrings muscle flexibility

Leiðbeinandi
Útdráttur

Teygjanleiki aftanlærisvöðva
Tilgangur rannsóknar: Kanna áhrif kinesio teips á teygjanleika aftanlærisvöðva knattspyrnumanna í 1. deild á Íslandi.
Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni voru virkir knattspyrnumenn í 1. deild karla á Íslandi. Úrtakið samanstóð af 20 leikmönnum og fengust niðurstöður frá 18 leikmönnum. Tveir þátttakendur duttu út vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Teygjanleiki aftanlærisvöðva allra þátttakenda var mældur með „straight leg raise“ (SLR) og „passive knee extension“ (PKE). vöðvalengdarprófum án kinesio teips, 5 mínútum eftir að kinesio teip var sett á húð yfir aftanlærisvöðvum annars læris og svo aftur sólarhring eftir að kinesio teip var sett á.
Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á teygjanleika aftanlærisvöðva í SLR né PKE vöðvalengdarprófi áður en teip var lagt á, 5 mínútum eftir að teip var lagt á og sólarhring eftir að teip var lagt á. Teygjanleiki í aftanlærisvöðvum á teipaða fótlegg var marktækt minni en á óteipuðum fótlegg í SLR vöðvalengdarprófi, 5 mínútum eftir að teip var lagt á og sólarhring eftir að teip var lagt á. Ekki var marktækur munur á teygjanleika aftanlærisvöðva á teipuðum fótlegg miðað við óteipaðan í PKE vöðvalengdarprófi.
Samantekt: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að sú kinesio teip aðferð sem notuð var í þessari rannsókn hafi ekki áhrif til að auka teygjanleika aftanlærisvöðva hjá knattspyrnumönnum í næstefstu deild á Íslandi. Þó er ekki hægt að fullyrði um áhrif teipsins á teygjanleika á þessum tímapunkti þar sem rannsakendum er ekki kunnugt um: (1) neinar aðrar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á áhrifum kinesio teips á teygjanleika vöðva, (2) neinar rannsóknir sem sýna fram á hvaða aðferðum á að beita til að ná fram auknum teygjanleika með notkun kinesio teips.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Áhrif kinesio teip... .pdf909KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna