ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6269

Titill

Hvatning í starfi. Starfsmenn Vöruhótels Eimskips

Skilað
September 2010
Útdráttur

Hvatning er lykilatriði hvað varðar stjórnun mannauðs og þar með frammistöðu starfsmanna og velgengni fyrirtækja. Innihald starfs og stjórnendur hafa mikil áhrif á það hversu mikillar hvatningar starfsmenn finna fyrir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað skiptir starfsmenn Vöruhótels Eimskips mestu máli og kanna hvort þeir teldu starf sitt innihalda hvetjandi þætti. Einnig að skoða hvort álit starfsmanna væri í samræmi við álit stjórnenda. Notast var við bæði megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð til að fá umfangsmeiri og betri sýn á viðfangsefnið. Niðurstaðan var sú að góð laun, að vinna sé metin og að starfið sé áhugavert skiptir starfsmenn mestu máli. Álit stjórnenda var nokkuð svipað áliti starfsmanna að undanskildum tveim þáttum. Stjórnendur vanmátu mikilvægi þess að starfið sé áhugavert en ofmátu atvinnnuöryggi. Bæði starfsmenn og stjórnendur töldu sig upplifa sjálfstæði í starfi sínu en hvorugur hópur taldi starfs sitt vera mjög fjölbreytt. Aðeins starfsmenn töldu starf sitt vera mikilvægt en voru á báðum áttum um hvort þeir væru að nýta hæfileika sína en það töldu stjórnendur sig vera að gera. Í ljós kom að endurgjöf til starfsmanna þarf að bæta og auka samkvæmt áliti bæði starfsmanna og stjórnenda. Með því að auka fjölbreytni í innihaldi starfa og bæta endurgjöf geta stjórnendur Eimskips aukið þá hvatningu sem starfsmenn finna fyrir. Einnig þurfa stjórnendur að vera meðvitaðari um áhrif sín á frammistöðu starfsmanna.

Samþykkt
20.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
EHJ.pdf653KBLokaður Heildartexti PDF