ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6561

Titill

Tóbaksneysla körfuknattleiksmanna í tveim efstu deildum karla og kvenna á Íslandi

Leiðbeinandi
Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Lítið hefur verið skrifað eða rannsakað um tóbaksneyslu körfuknattleiksmanna á Íslandi og því er mikilvægt að vekja athygli á því. Rannsókn þessi fjallar um tóbaksneyslu körfuknattleiksmanna á Íslandi. Lagt var upp með eina aðal rannsóknarspurningu og nokkrar undirspurningar og í framhaldinu voru lagðar fram tilgátur. Skoðuð verða áhrif nikótíns á líkamann og íþróttaframmistöðu. Rannsóknin var unnin haustið 2009 og vorið 2010. Lagður var spurningalisti fyrir 12 lið sem spila í úrvals- eða í 1.deild karla og kvenna. Liðin voru valin af handahófi. Niðurstöður spurningalistans voru unnar í SPSS tölfræðiforritnu og excel forriti. Niðurstöðurnar leiddu það í ljós að það er ekki mikil tóbaksneysla meðal körfuknattleiksmanna í þessum deildum en það hafa lang flestir prófað tóbak. Mikill meirihluti karla hafði prófað tóbak en rétt um helmingur kvenna. Nánast allir þátttakendurnir töldu reykingar vera mest skaðlega heilsu. Af þeim sem neyta tóbaks reglulega eru flestir sem nota munntóbak. Fróðlegt gæti verið að gera svipaða rannsókn á knattspyrnumönnum og handknattleiksmönnum og bera þær niðurstöður saman við þessa rannsókn.

Samþykkt
15.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf66,5KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Tóbaksneysla körfu... .pdf1,01MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna