ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6655

Titill

Stangaveiðimarkaðurinn á Íslandi : mat á heildartekjum af laxveiðileyfasölu árið 2009

Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Laxveiði er orðin samgróin íslensku þjóðinni og er afþreying og áhugamál fjölda fólks. Þeir aðilar sem stunda sölu á laxveiðileyfum á Íslandi eru fjölmargir og þjónusta við veiðimenn eykst ár frá ári. Sýnt hefur verið fram á að laxveiði á stöng hefur töluverð efnahagsleg áhrif og aflar tekna fyrir þjóðarbúið í heild sinni.
Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tekjur af laxveiði á stöng hér á landi og meta stærð íslenska laxveiðileyfamarkaðarins eins og hann er í dag. Rannsóknarspurningin er: „Hverjar
voru heildartekjur af laxveiðileyfasölu á Íslandi árið 2009?“ Í ritgerðinni er verið að skoða verð á hvern stangardag í öllum helstu ám landsins. Reiknilíkan fyrir verð á laxveiðileyfum var sett fram í þeim tilgangi að geta metið hvert verðið er í þeim ám þar sem ekki fékkst uppgefið verð á leyfum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hverjar heildartekjur af sölu laxveiðileyfa voru árið 2009.
Tekjunum er skipt niður á hvert landsvæði í hlutfalli við stærð þess miðað við meðalveiði. Að auki eru efnahagsleg áhrif metin út frá líkani sem birt var í skýrslu gefinni út af Hagfræðistofnun
árið 2004.
Það er von höfundar að niðurstöður ritgerðarinnar veiti haldgóðar upplýsingar um tekjurnar sem fást á ári hverju í þeirri grein sem sala laxveiðileyfa er.

Samþykkt
21.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Stangaveiðimarkaðu... .pdf3,07MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna