ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/673

Titill

Leikskólinn á tímamótum : hvernig á að bregðast við auknum fjölda nýbúa?

Útdráttur

Í skjóli tilskipunar EES um frelsi launþega til flutninga og atvinnufrelsis á milli landa EB
og EFTA ríkjanna samkvæmt 28. grein laga þar um er fólki heimilt að flytja til þeirra
landa sem í þessum samtökum eru og vinna þar. Ísland er þar ekki undanskilið og má sjá
erlent vinnuafl mjög víða, ekki hvað síst í smærri byggðakjörnum á landsbyggðinni. Í
kjölfar þessa eru margvíslegar breytingar á mynstri þessara samfélaga og er leikskólinn á
tímamótum vegna fjölda erlendra barna sem sækja þar nám.
Með lokaverkefni mínu til B.Ed. gráðu í leikskólakennaranámi ætla ég að byggja upp
samskiptakerfi sem byggir á foreldrahandbók og málörvunaráætlun til hægðarauka fyrir
nýbúa þessa lands. Foreldrahandbókin verður gefin út á þremur tungumálum þ.e.
íslensku, ensku og pólsku og er hún sérstaklega sniðin fyrir leikskólana í Vesturbyggð þar
sem ég vinn. Ég ætla að útfæra myndrænt dagsskipulag á íslensku, ensku og pólsku, en
sendi þau eingöngu á íslensku í verkefninu mínu. Myndirnar eiga að sýna það sem fer
fram á leikskólanum yfir daginn, en hann er opin frá kl. 7.45 til 17.15 alla virka daga.
Ég tel gott fyrir alla sem eiga börn á leikskóla að fá foreldrahandbók sem útskýrir það
sem fram fer á leikskólanum, og hvers má vænta af leikskólanum hvert ár. Til að hjálpa
þeim börnum sem byrja í leikskóla þarf að vera góð málörvunaráætlun til staðar sem er
aðgengileg fyrir allt starfsfólk á leikskólanum og foreldrum barnanna sýnileg. Tel ég
þetta vera grundvallaratriði til að gott leikskólastarf geti þrifist þar sem börn af ólíku
þjóðerni og menningu mætast og vinna saman. Þetta er búið að vera áhugamál hjá mér
síðan ég var í vettvangsnámi á Akranesi. Það er von mín að þetta verkefni nýtist leik- og
grunnskólum við þróun á ennþá betra samskiptakerfi í framtíðinni.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf43,3KBOpinn Leikskólinn - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildir.pdf90,9KBOpinn Leikskólinn - heimildir PDF Skoða/Opna
LOKARITGERÐ SKIL.pdf6,55MBTakmarkaður Leikskólinn - heild PDF  
Útdráttur.pdf56,6KBOpinn Leikskólinn - útdráttur PDF Skoða/Opna