ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7111

Titill

Heimsóknarþjónusta Rauða krossins. Áhrif heimsókna á líðan aldraðra einstaklinga sem búa í heimahúsum

Skilað
Desember 2010
Útdráttur

Heimsóknarþjónusta Rauða kross Íslands hefur það að markmiði að heimsækja fólk á öllum aldri sem býr við einsemd og félagslega einangrun og draga þannig úr eða koma í veg fyrir þessa þætti. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar á vegum heimsóknarþjónustunnar sem heimsækja þjónustuþega hennar, gestgjafa. Meðal þeirra eldri borgara sem búa í heimahúsum er hópur einstaklinga sem af ólíkum ástæðum lokast af, verða félagslega einangraðir og upplifa einmanaleika.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um áhrif heimsókna heimsóknavina á líðan aldraðra einstaklinga sem búa í heimahúsum með því að fá fram upplifanir og reynslu þátttakenda. Tilgangurinn var tvíþættur, annarsvegar að leita svara við því hvaða þættir hafi áhrif þar á og hinsvegar hvort niðurstöðurnar séu í samræmi við markmið heimsóknarþjónustunnar. Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við þrjá gestgjafa, þrjá heimsóknavini auk verkefnisstjóra heimsóknarþjónustu Reykjavíkurdeildar.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að heimsóknir heimsóknavina hafi góð áhrif á líðan aldraðra einstaklinga í heimahúsum. Þeir áhrifaþættir sem komu fram voru pörun gestgjafa og heimsóknavina þar sem kyn og sameiginleg áhugamál höfðu áhrif á hvernig vinatengsl þeirra þróuðust. Það sem gert var á samverutímanum hafði einnig áhrif á líðan gestgjafanna og var mikilvægt að það væri í samræmi við þarfir og væntingar gestgjafanna og ekki bundið tímamörkum. Niðurstöður gefa einnig til kynna að heimsóknarþjónustan vinni vel að markmiðum sínum.
Lykilorð: Heimsóknarþjónusta – Aldraðir í heimahúsum – Félagsleg einangrun - Einmanaleiki - Sjálfboðastarf – Rauði krossinn – Heimsóknavinur – Gestgjafi

Samþykkt
21.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Meistararitgerð - ... .pdf1,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna