ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7385

Titill

Vottar Jehóva - aðvörun! Opinber gagnrýni á Votta Jehóva og viðbrögð safnaðarins

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Söfnuður Votta Jehóva hefur í gegnum tíðina sætt töluverðri gagnrýni hér á landi. Nokkur rit hafa verið gefin út gagngert til að vara við söfnuði þeirra en einnig hefur gagnrýnin að einhverju leyti farið fram í dagblöðum landsins. Í þessari ritgerð verður byrjað á því að fjalla stuttlega um uppruna trúarinnar og helstu kenningar vottanna. Einnig verður litið yfir sögu boðunarstarfsins hér á landi til að gera grein fyrir þróun safnaðarins á Íslandi. Þegar baklandið hefur verið skoðað verður sjónum beint að sjálfri gagnrýninni. Skoðað verður hvaða aðilar það eru sem hafa haft sig einna mest í frammi í gagnrýni á söfnuðinn og af hverju þeir hafa séð sig knúna til þess. Síðan verður skoðuð nánar sú gagnrýni sem hefur átt sér stað á helstu kenningar vottanna og upphafsmann trúarinnar. Einnig verða viðbrögð safnaðarins við gagnrýninni skoðuð.

Samþykkt
20.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vottar Jehóva - að... .pdf373KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna