ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7649

Titill

Miðlunargeymar Norðurorku

Skilað
Desember 2010
Útdráttur

Norðurorka rekur 2 miðlunargeyma í dreifikerfi hitaveitunnar á Akureyri. Neðri geymirinn, sem er staðsettur við Þórunnarstræti, er notaður sem forðabúr. Inná hann er ekki dælt gufuteppi og er því hætta á súrefnisupptöku þegar vatnshæð hans fer neðar en 88%.
Til öflunar á heitu vatni hjá Norðurorku eru notaðar dælur sem almennt eru reknar á afltaxta hjá dreifiaðila (Rarik) og söluaðila (Fallorka). Þar er undanskilið borholusvæðið við Glerárdal sem að er á dreifisvæði Norðurorku. Á afltaxta er mjög hagkvæm heildarnotkun, en á móti er reiknaður afltoppur fyrir árið. Afltoppi verður nánar lýst í kafla 3.2. Vegna þess hve afltoppurinn er dýr getur verið mjög kostnaðarsamt að fá yfirskot í kerfinu, sérstaklega ef hægt hefði verið að nota vatn úr miðlunargeymunum í stað þess að auka dælingu. Það vaknaði því sá áhugi að athuga hvort hagkvæmara væri að hefja dælingu á gufuteppi á neðri miðlunargeyminn, og nýta vatnið í honum til að lækka afltoppinn.
Norðurorka hefur áður látið vinna fyrir sig verkefni þar sem skoðað var mögulega staðgengla á dælingu gufuteppis. Það verkefni kom til vegna þess að rekstur á gufuteppi er mjög kostnaðarsamur. Þar með verður ekki farið í að reikna út mögulegan kostnað vegna reksturs á gufuteppi hér. Í staðinn verður reiknað með hlutfallslegum kostnaði út frá stærð miðlunargeymanna.
Hér verður gerð grunnrannsókn á hagkvæmni þess að skoða nánar að hefja gufuframleiðslu fyrir neðri geyminn, sem og hvort hægt sé að auka hagkvæmni núverandi reksturs með betri reglun.

Athugasemdir

Vél- og orkutæknifræði

Samþykkt
2.3.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Miðlunargeymar Nor... .Birgir.Magnússon.pdf2,78MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Reikningar_an_hand... .xlsm27,5MBOpinn Fylgiskjöl Microsoft Excel Skoða/Opna
Reikningar_med_han... .xlsx24,1MBOpinn Fylgiskjöl Microsoft Excel Skoða/Opna

Athugsemd: Útreikningar til stuðnings