ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7950

Titill

Skýring tilskipunar 94/19/EB. Vangaveltur í framhaldi af áminningarbréfi ESA til Íslands frá 26. maí 2010

Skilað
Apríl 2011
Útdráttur

Þann 26. maí 2010 sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum áminningarbéf. Í bréfinu komst ESA að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn skyldum sínum samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi. Var bréfið fyrsta skref ESA í að höfða samningsbrotamál á hendur Íslandi fyrir brot á EES-samningnum. Viðfangsefni þessarar ritgerðar að kryfja bréf ESA og þær röksemdir sem þar er að finna. Að auki er gerð nokkur grein fyrir túlkun þeirra Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Lárusar Blöndal hæstaréttarlögmanns á tilskipuninni og þeim skyldum sem á Íslandi hvíla á grundvelli hennar. Áður en komið er að þessu, samhengisins vegna, eru raktir þeir atburðir sem leiddu til þess að ESA sendi íslenskum stjórnvöldum áminningu, innleiðing tilskipunarinnar og saga innstæðutrygginga að íslenskum rétti. Að auki er stuttlega gerð grein fyrir tengslum landsréttar og þjóðaréttar, auk uppbyggingar og eðli ESB annarsvegar og EES hinsvegar að því marki sem það þjónar tilgangi ritgerðarinnar.

Samþykkt
20.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Skyring_tilskip... .pdf569KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna