ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Sviðslistadeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8843

Titill

Þetta er allt í textanum

Skilað
Mars 2011
Útdráttur

Þegar skoðuð er leiklistarumræða í tengslum við Shakespeare sýningar fáum við smátt og smátt að kynnast hugtaki sem skýtur upp kollinum síendurtekið. Farið verður í hvers kyns eðlis þetta hugtak er og í raun hvaðan þessi sérstaka krafa kemur sem grundvallar þetta hugtak. Það sem átt er við er krafan um að settur sé á svið ,,hinn rétti Shakespeare”. Hvað felst í þessari orðanotkun? Það er víða mikið vald falið í þessari staðhæfingu, þ.e. að til sé eitthvað yfir höfuð sem gæti túlkast sem hinn rétti Shakespeare. Skoðað verður valdið sem felst í þessari orðanotkun og hvernig hægt er að skýla sér á bakvið óljósar staðhæfingar og þannig sýna fram á vald höfundarins sem hvergi er þó nærri.
Eins og Wittgenstein orðar það virðast sum hugtök grundvallast á þeirri hugmynd að það sé eitthvað eitt sameiningartákn á bakvið hugmyndina en þegar litið er í kjölinn á þeim kemur annað í ljós. Þ.e. að í raun eru það margir samofnir þættir sem í sameiningu góðkenna hugtakið en það er engu að síður enginn einn sameinandi þáttur sem skilgreinir þessi fyrirbæri í einu og öllu.
Skoðuð verður íslenskt leiklistargagnrýni og umræða í tenglsum við uppsetningar á Lé Konungi eftir William Shakespeare og þannig reynt að gera frekari grein fyrir því hvernig hugmyndin um hinn rétta Shakespeare sýnir enn í dag það mikla vald sem skrifað er í sjálfa orðræðu leiklistar og þá sér í lagi í tenglsum við verk hans.

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf186KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna