ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8884

Titill

Starfsmannastefnur orkufyrirtækja

Útdráttur

Tilgangur verkefnisins er að kanna hvaða lykilþættir í starfsmannastefnum eru mikilvægastir í augum starfsmanna orkufyrirtækja og hvernig þeir endurspeglast í starfsmannastefnum þeirra. Könnun var gerð meðal starfsmanna fjögurra orkufyrirtækja og rætt var við starfsmannastjóra orkufyrirtækjanna. Einnig var kannað meðal starfsmanna Orkubús Vestfjarða hvaða þætti þeir vildu sjá í starfsmannastefnu fyrirtækisins ef hún væri til. Drög voru lögð að starfsmannastefnu orkufyrirtækis sem byggð var á niðurstöðum úr könnuninni meðal starfsmanna. Drögin innihalda 13 lykilþætti sem mynda starfsmannastefnu orkufyrirtækis. Fimm mikilvægustu þættirnir að mati starfsmanna eru; hlutverk og ábyrgð starfsmanna, móttaka og kynning nýliða, vinnuvernd, samskipti og upplýsingamiðlun og miðlun þekkingar. Sýnt var fram á að þeir þættir sem starfsmenn telja mikilvægasta í starfsmannastefnum endurspeglast ekki að öllu leyti í skriflegri starfsmannastefnu þeirra orkufyrirtækja sem hana hafa.
Lagt er til að starfsmenn verði hafðir með í ráðum við gerð starfsmannastefnu svo hún verði starfsmönnum til hagsbóta og orkufyrirtæki til virðisauka.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf342KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf151KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Starfsmannastefnur... .pdf2,11MBLokaður Heildartexti PDF