ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9252

Titill

Erfðafjölbreytileiki innan íslenska hænsnastofnsins metinn með greiningu örtungla

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Erfðafjölbreytileiki stofns er nauðsynlegur svo hann geti tekist á við mögulegar breytingar framtíðarinnar. Framleiðslustofnar í hænsnarækt, bæði alifugla og varphæna, eru stórir og einsleitir og áhyggjur hafa komið fram um framtíð þeirra vegna skorts á erfðafjölbreytileika. Framtíð framleiðslustofna er mikilvæg fyrir matvælaframleiðslu komandi ára og því þarf að huga að þessu. Tvínytja staðbundnir stofnar eins og íslenska landnámshænan geta verið mikilvægar auðlindir vegna þeirra ólíku erfðaeiginleika sem þeir geyma og gætu mögulega nýst í framtíðinni. Hér er greint frá rannsókn á stofni íslensku landnámshænunnar með örtunglagreiningu 170 einstaklinga og samanburði við erlenda stofna sem finnast á Íslandi. Markmið greiningar á erfðafjölbreytileika landnámshænunnar var að leiða í ljós stöðu stofnsins í samanburði við erlenda stofna, hvort nota mætti örtungl til að bera kennsl á blendinga og jafnframt hvort mögulega séu til staðar staðbundnir undirstofnar sem ber að varðveita sérstaklega til að halda í erfðafjölbreytileika stofnsins. Í ljós kom að nokkur erfðafjölbreytileiki er til staðar í stofninum og að í honum finnst að minnsta kosti einn mögulegur undirstofn sem ber að huga að við varðveisluaðgerðir

Samþykkt
20.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Ólöf Ósk Guðmun... .pdf1,14MBOpinn  PDF Skoða/Opna