ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9302

Titill

Kartaflan - falinn fjársjóður : brauð jarðar og blessun almúgans

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður fjallað um eitt merkilegasta og næringarríkasta grænmeti sem ræktað er á jörðinni, kartöfluna. Kartaflan hefur verið rómuð sem gjöf af himnum enda var hún mikil blessun fyrir almúgann og hélt lífinu í mörgum. Rakin verður stuttlega saga hennar frá uppruna sínum í Andesfjöllum í Perú til landvinninga hennar í Evrópu. Aðallega verður horft til þriggja landa: til Hollands því höfundur bjó þar í mörg ár, til Írlands, því engin saga er jafn örlagarík og samband Íra og kartöflunnar, og að lokum til heimalandsins, Íslands. Hnýðið sjálft fær veglega umfjöllun, þýðing þess og næringargildi. Vinnsla hnýðisins verður rakin í stuttu máli en fáar jurtir eru unnar jafn mikið og kartaflan og ber þar hæst framleiðslu á frönskum kartöflum. Horft verður til þróunarlanda enda getur kartaflan skipt sköpum fyrir afkomu fólks þar. Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu kartöflunni árið 2008 en hún er talin geta hjálpað til við að ná einu af þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í baráttunni við fátækt og hungur. Horft verður til framtíðar en næstu landvinningar kartöflunnar verða úti í geimnum. Að lokum fylgja nokkrar uppskriftir með ritgerðinni þar sem kartaflan er í burðarhlutverki.

Samþykkt
21.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B.Ed-lokaskil-02.05.2011.pdf2,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna