ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9463

Titill

Börn með ADHD : mikilvægi samvinnu heimilis og skóla

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Niðurstöður rannsóknarinnar sem hér verður greint frá eru byggðar á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við tvær mæður drengja sem greindir hafa verið með athyglisbrest og ofvirkni. Einnig við foreldraráðgjafa sem hefur margra ára reynslu í samvinnu við foreldra þessara barna. Viðtölin voru í samtalsformi og stuðst var við opinn spurningarlista. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun foreldra barna með ADHD, af þjónustu sem börn þeirra fá innan skólakerfisins, einnig samvinnu heimilis og skóla. Leitast var við að tengja rannsóknina við mismunandi sjónarhorn fötlunarfræðinnar, lögboðna réttarstöðu barna og foreldra þeirra og hvernig grunnskólinn uppfyllir kröfur löggjafans um einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar. Í niðurstöðu rannsóknarinnar kom fram að skólinn var ekki viðbúinn því að mæta þörfum drengjanna, hvorki í námslegu eða félagslegu tilliti. Einnig komu fram miklar brotalamir í samvinnu skólans við heimilið sem grundvallaðist einhliða á forsendum skólans. Skólamenning grunnskólans virðist byggja fyrst og fremst á samstarfi kennara og hinna svokölluðu hefðbundnu nemenda. Einfaldaður menningarheimur sem skapaður er utan um þann nemendahóp torveldar aðgang annarra nemenda að honum.

Samþykkt
24.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kapa(2).pdf187KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
gunnhildur-6 mai loka.pdf319KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna