ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9473

Titill

Gildi snemmtækrar íhlutunar á leikskóla árunum

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið verkefnisins er að skoða fræðilegan bakgrunn snemmtækrar íhlutunar og sannreyna mikilvægi hennar á þroskaframvindu barna á leikskólaaldri sem eiga við einhvers konar frávik að stríða. Rannsóknir sýna að börnin eru móttækilegust fyrstu ár ævi sinnar og til að ná bestum hugsanlegum árangri þarf að byrja sem fyrst að vinna markvisst. Við vildum kanna hvort það væri einnig reynsla þroskaþjálfa í leikskólum sem starfa eftir þessari kenningu, hvernig starfi þeirra væri háttað og hver væri árangurinn af samstarfi við fjölskyldur umræddra barna. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar er ekki ný af nálinni og má rekja aftur til 19. aldar en undanfarin ár hefur snemmtæk íhlutun orðið fjölskyldumiðaðri.
Til að kanna gildi snemmtækrar íhlutunar í leikskólum var gerð eigindleg rannsókn þar sem þrír viðmælendur þóku þátt. Rannsóknin var gerð á bilinu 25. febrúar til 26. mars 2011.
Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru lagðar fyrir:
• Hvernig er starfað eftir snemmtækri íhlutun á leikskólaárum barnsins?
• Hvernig starfa þroskaþjálfar eftir hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar?
Viðmælendur okkar töldu fjölskyldusamstarf afar mikilvægt og samvinna allra sem koma að málum barnsins lykilatriði. Þeir staðfestu líka þá reynslu sína að mikilvægt er að byrja að vinna sem allra fyrst þegar grunur vaknar um frávik af einhverju tagi sem samræmist því niðurstöðum rannsókna undanfarinna ára um árangur snemmtækrar íhlutunar. Fjöldi barna sem þurfa á þjónustu snemmtækrar íhlutunar að halda og þeirra sem snemmtæk íhlutun gæti nýst hefur vaxið ört á undanförnum árum.

Samþykkt
24.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf49,6KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Gildi snemmtækrar ... .pdf382KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Titilisíða.pdf61,1KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna