ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9783

Titill

Búngaló, stefnumótun og samkeppnisforskot

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Búngaló ehf. er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem starfar á sumarbústaðamarkaðnum. Það hefur þróað hugbúnað fyrir eigendur sumarhúsa sem er hugsaður til að aðstoða þá við að leigja út sumarhús sín og hámarka nýtingu þeirra og tekjur af þeim. Sá hluti sumarhúsamarkaðarins sem býður bústaði til leigu hefur nær eingöngu verið í höndum stéttarfélaganna sem niðurgreiða leigu bústaða fyrir félagsmenn sína og gera öðrum aðilum erfitt fyrir að skapa sér stöðu á markaðnum. Því er lítið sem ekkert um opinn leigumarkað fyrir sumarhús og það er markmið Búngaló að skapa slíkan markað.
Helstu verkefni Búngaló eru að byggja upp öflugri vörumerkjavitund á markaðnum. Hingað til hefur fyrirtækið eingöngu notast við endurgjaldslausa samfélagsmiðla og fréttatilkynningar til að auglýsa vefsíðu fyrirtækisins. Stefna Búngaló er að breyta því í sumar og auglýsa á stöðum þar sem auglýsingar ná til fjölbreyttari markhóps en Búngaló hefur náð til hingað til.
Annað mikilvægt verkefni er að ná til fleiri sumarbústaðaeigenda og fá fleiri bústaði inn í sjálfvirkt bókunarkerfi fyrirtækisins. Það er mikilvægt skref í að fá meiri fjölbreytni fyrir leigjendur og eykur möguleika á fleiri útleigum fyrir Búngaló. Búngaló stefnir líka að því að vera sveigjanlegri fyrir leigutaka með því að bjóða ekki bara upp á viku- eða helgarleigur sumarhúsa.
Búngaló er enn að þróa hugbúnaðinn sem bókunarkerfið byggir á. Stefnt er að því að gera hann eins auðveldan í notkun og hægt er og að ná til neytenda með einföldum og skýrum hætti á vefsíðunni. Mikið hefur verið lagt í vefsíðuna og hugbúnað bókunarkerfis Búngaló, því þrátt fyrir að fyrirtækið starfi nú eingöngu á sumarhúsamarkaði, er hugsanlegt að fyrirtækið noti eða selji hugbúnaðinn til annarrar notkunar í framtíðinni.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
2.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Búngaló stefnumótu... .pdf4,66MBLokaður Heildartexti PDF  

Athugsemd: Í skránni er að finna trúnaðarupplýsingar um fyrirtækið og því hefur það beðið um að hafa skrána lokaða.