ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9810

Titill

Markaðsgreining og tækifæri: Sóley Organics á bandarískum markaði

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Verkefnið fjallar um tækifæri og greiningu húðsnyrtivörufyrirtækisins Sóley Organics ehf. á bandarískum markaði. Í verkefninu var bandarískur markaður greindur sem og markhópur með því sjónarmiði að selja vörur Sóley Organics í Bandaríkjunum. Einnig var farið yfir samstarf með öðrum aðilum og verslunum til að hámarka dreifingu og ná sem mestri markaðshlutdeild á nýjum markaði. Mögulegar inngönguleiðir voru kannaðar og hugsanlegir samkeppnisaðilar greindir. Gerð voru góð skil á alþjóðlegri markaðssetningu fyrirtækja, rýnt í samfélagslegt umhverfi í Bandaríkjunum og kauphegðun einstaklinga. Að sama skapi var staða lífrænna snyrtivara könnuð og hvernig efnahagsþrengingar hafa haft áhrif á þennan iðnað í Bandaríkjunum. Stuðst var við fyrirliggjandi gögn og eigindlegar rannsóknir við gerð verkefnisins.
Höfundar notuðu hin ýmsu greiningartól markaðsfræðinnar, svo sem fimm krafta líkan Porters, SVÓT og PEST greiningar. Að auki var stuðst við söluráðana fjóra með innkomu á bandarískan markað til hliðsjónar. Internetmarkaðssetningu var gerð góð skil og meðal annars var notast við áhrifastigann til að greina á hvaða þrepi mögulegir viðskiptavinir eru staddir hvað varðar vitund og áhuga á vörumerkinu.
Út frá greiningarvinnu höfunda telja þeir að mörg sóknartækifæri leynist á þessum markaði. Sala á lífrænum snyrtivörum jókst á síðastliðnum árum þrátt fyrir að vera töluvert dýrari en staðlaðar vörur. Innganga í Whole Foods verslanirnar yrði góður stökkpallur fyrir vörur fyrirtækisins í Bandaríkjunum en margar hindranir standa í vegi fyrir því eins og staðan er í dag. Vörur Sóley Organics hafa þá sérstöðu að vera framleiddar úr handtíndum villtum jurtum í íslenskri náttúru og líta Bandaríkjamenn jákvæðum augum á íslenskar vörur.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_RagnaSveinsd_Sa... .pdf1,44MBLæst til  17.5.2018 Heildartexti PDF