ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9998

Titlar
 • „Nú getur maður bara 'tjillað' í Reykjavík.“ Rannsókn á áhrifum samfélagsbreytinga á Austurlandi á stöðu austfirskra kvenna.

 • en

  "Now, we can just 'chill' in Reykjavík". A study among women in east Iceland at a time of social changes.

Skilað
September 2011
Útdrættir
 • Nýliðinn áratugur var áratugur umróts og breytinga á Austurlandi. Stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar, bygging Kárahnjúkastíflu og álvers Alcoa Fjarðaáls, sköpuðu fjölmörg störf og meðan á framkvæmdum stóð fjölgaði mjög íbúum á svæðinu sem hafði búið við fólksfækkun og ýmsar breytingar áttu sér stað t.d. hvað varðaði þjónustu, húsnæðisverð og atvinnuhætti.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf austfirskra kvenna til ýmissa þátta í nærsamfélaginu með tilliti til þessara samfélagsbreytinga. Einnig var sjónum beint að því hvort samþætting kynjasjónarmiða hefði verið höfð að leiðarljósi við stefnumótum framkvæmdanna eða í framtíðarsýn fyrir landshlutann. Sjónarhorni femínískrar félagsfræði og eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt til að fanga veruleika kvenna á Austurlandi.
  Meginstoð gagnaöflunar voru viðtöl við fjórtán austfirskar konur auk greiningar á viðtölum úr vöktunarrannsókn RHA á samfélagsáhrifum framkvæmdanna. Einnig var unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að framkvæmdirnar hafi ekki breytt miklu varðandi atvinnumöguleika kvenna á Austurlandi. Helstu breytingarnar sem konurnar fundu fyrir í eigin lífi fólust í aðgengi að lágvöruverðsverslun og bættu aðgengi að menntun. Almennt var sýn þeirra á samfélagið jákvæð þó bent hefði verið á neikvæða tilhneigingu til flokkadrátta og þær konur sem ekki áttu sterkar rætur á Austurlandi nefndu erfiðleika við að komast inn í samfélagið.

 • en

  Abstract
  The first decade of the new millenium was one of upheaval and change in East Iceland. The largest construction projects in Iceland to date, Kárahnjúkar dam and the Fjarðaál Alcoa aluminium smelter, created a large number of jobs and during that period the population which had been on a slow decline rose dramatically followed by various changes in the near-community.
  The aim of this research is to explore the views of women in East Iceland towards various elements in their near-community with regard to the societal changes inflicted by the constuction period. Furthermore, an attempt is made to find signs of gender mainstreaming in policy making during the construction period.
  The data collected and explored consisted of in-depth interviews with fourteen women in East Iceland in addition to interviews taken during the construction period and statistical data from Statistics Iceland.
  The main results point to little effect on job opportunities for women. The main changes described were access to low-price supermarkets and better access to education. The women had mostly a positive outlook on their communtity although a trend towards sorting people into closed groups was observed, making it hard for newcomers without ties to the community to get settled in.

Samþykkt
12.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða MA TKH.pdf126KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Inngangur.pdf121KBOpinn Inngangur PDF Skoða/Opna
MA ritgerð TKH final.pdf1,39MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna