ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Mat á kvíða- og þunglyndiseinkennum íslenskra barna sem búið hafa við heimilisofbeldi
Höfundur
Lucinda Árnadóttir 1982


Börn sem búa við heimilisofbeldi geta hlotið af því margvíslegan skaða en lítið er vitað um eðli og afleiðingar heimilisofbeldis á börn á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta hegðun og líðan íslenskra barna sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að ofbeldi á heimili sínu. Þátttakendur í ... (1.250 stafir til viðbótar)


Endurnýjun slitlaga á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins -Einfalt reiknilíkan-
Höfundur
Halldór Sigurðsson 1980


Vegakerfið er stór fjárfesting sem almenningur hefur byggt upp á löngum tíma. Til að tryggja að notagildi vegakerfisins rýrni ekki þarf það gott viðhald. Hluti af þessu viðhaldi er regluleg yfirlögn slitlaga. Þegar rétt er staðið að þessum þætti er hægt að lágmarka kostnaðinn við að halda vegum í... (750 stafir til viðbótar)


Yfirborðsmeðhöndlun asfaltbundinna slitlaga
Höfundur
Sigurður Örnólfsson 1988


Markmið þessarar ritgerðar er að finna út virkni yfirborðsmeðhöndlunar efna á malbik með tilliti til slits og skriðs. Einnig verða skoðuð áhrif þess að basalttrefjastyrkja malbik með basaltneti. Notast verður við gögn sem fengin eru úr tveimur tilraunum sem gerðar voru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslan... (73 stafir til viðbótar)


Hótel Esja
Höfundur
Guðjón Birkisson 1972


Þetta lokaverkefni fjallar um hugmyndir að byggingu hótels við Esjurætur og er stuðst við grófar hugmyndir frá væntanlegum eigendum og hönnuði. Fékk höfundur leyfi frá lóðarhafa og hönnuði að halda áfram með hugmyndir af hótelbyggingu og gera... (437 stafir til viðbótar)


Breikkun vegbrúar yfir Laxá á Breið fyrir gangangi og hjólandi vegfarendur með FRP
Höfundur
Hilmar Ástþórsson 1991


Markmið þessa verkefnis er að hanna breikkun á vegbrú yfir Laxá á Breið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur með FRP. Samhliða hönnuninni verður gert grein fyrir FRP almennt og uppvöxt þeirra til notkunar í burðarvirkjum. Hönnun brúarinnar byggir á upplýsingum og hönnunarbæklingi frá Fiberline ... (59 stafir til viðbótar)