is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25435

Titill: 
  • Múrsteinn sem byggingarefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð kem ég til með að fjalla um múrstein og eiginleika hans. Sérstök áhersla verður lögð á danskan múrstein. Varpað verður ljósi á kosti og galla byggingarefnisins og hvað hann dregur fram við upplifun okkar. Mig langaði til þess að fræðast um byggingarefnið og velta upp þeim spurningum hvers vegna múrsteinn er ekki brenndur á Íslandi, og hvers vegna hann er fluttur inn í svo litlu magni.
    Danmörk er eitt af þeim löndum sem hefur að geyma mjög hentugan jarðveg þar sem hægt er að grafa upp leir og vinna úr við tígulsteinsbrennslu. Múrsteinn er einfallt og hreinskilið efni, honum er staflað upp í því hreina formi sem hann er í. Steinninn hefur mennskan skala og auðvelt er að handfjattla og vinna með hann. Ég trúi því að við skynjum múrsteinsvegg á annan hátt en önnur byggingarefni sem eru ekki eins mikið meðhöndluð í höndunum. „Án áþreifanleika og mælikvarða smáatriðanna sem hannaðar hafa verið fyrir þarfir mannslíkamans, verða strúktúrar okkar flatir, fjarlægir, óefniskenndir og óraunverulegir. Snerting með húðinni lesum við áferðir, þyngd, þéttleika og hitastig efnis.“
    Í dag haldast keramik byggingarefni í hendur við raunverulega nánd í heimi arkitektúrs og sjónrænnar listar. Danir hafa komist langt hvað varðar sjálfbærni í byggingarlist, og hafa tekist mjög vel að kynna sig alþjóðlega á þeim grunndvelli. Mikið úrval á byggingarefnum er þar í boði sem standast kröfur um endurvinnslu og notkun. Í þessari ritgerð notaðist ég við hefðbundna heimildaleit s.s netheimildir, bækur, eigin sjónarmið og reynslu ásamt viðtali við arkitektinn Jórunni Ragnarsdóttur. Múrsteinn flokkast undir heilbrigt byggingarefni sem má endurnota og endurvinna. Ef áhugi lægi fyrir hendi þá trúi ég því að góðar líkur séu á því að við Íslendingar gætum brennt einhverskonar múrstein sem væri einkennandi fyrir okkar jarðveg. Eins og Jórunn nefnir í viðtalinu þá eigum við Íslendingar eftir að finna upp íslensk byggingarefni sem við getum nýtt okkur við íslenskar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
múrsteinn s. byg.efni loka.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðtal við Jórunni Ragnarsdóttur.pdf190.87 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna