is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10127

Titill: 
  • Lúxusvörumerki í kreppu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efnahagshrunið í október 2008 hefur haft margskonar áhrif á íslenskt efnahagslíf. Svo virðist sem þjóðfélagið hafi allt lamast, í stutta stund að minnsta kosti. Í fræðilega hluta þessarar ritgerðar er fjallað um vörumerki almennt og lúxusvörumerki sérstaklega. Rannsóknarefnið snéri að markaðsstarfi fyrirtækja á Íslandi sem selja lúxusvörumerki og hvort að það hafi breyst í kjölfar hrunsins. Gerð var eigindleg rannsókn. Tekin voru viðtöl við eigendur og stjórnendur fyrirtækja á Íslandi sem selja lúxusvörumerki. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni: ˶Hvaða áhrif hafði efnahagshrunið haustið 2008 á markaðsstarf fyrirtækja sem selja lúxusvörumerki á Íslandi?”
    Á árunum fyrir hrun eyddu neytendur meiri peningum vegna þess að þeir skynjuðu sig efnaðri en þeir í raun og veru voru, vegna hækkana á verði fasteigna og á gengi hlutabréfa. Á sama tíma hækkuðu ráðstöfunartekjur og kaupmáttur jókst, sem einnig ýtti undir neyslu. Eftir hrun snérist þetta við. Verð fasteigna lækkaði og gengi hlutabréfa féll. Skuldir hækkuðu auk þess sem ráðstöfunartekjur lækkuðu og kaupmáttur dróst saman. Afleiðingin var sú að neytendur drógu mjög úr neyslu sinni.
    Mikill munur var fyrstu misserin eftir hrunið á kauphegðun íslenskra og erlendra viðskiptavina fyrirtækja sem selja lúxusvörumerki. Á meðan íslenskir neytendur þeirra drógu úr kaupum sínum, jókst sala til erlendra viðskiptavina vegna lækkunar raungengis íslensku krónunnar. Kauphegðun íslenskra viðskiptavina er þó hægt og bítandi að færast aftur í fyrra horf. Þar sem viðmælendur rannsóknarinnar vildu ekki kannast við samkeppni á milli fyrirtækja er selja lúxusvörumerki, er ekki hægt að fullyrða neitt um breytingar á henni.
    Efnahagshrunið 2008 hafði þau áhrif að fyrirtæki sem selja lúxusvörumerki breyttu beitingu söluráða sinna. Vöruval breyttist og verði var breytt auk þess sem sum fyrirtækin lengdu opnunartíma sinn sem stuðlaði að auknu aðgengi viðskiptavinanna. Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft áhrif á vegsauka eða vettvang fyrirtækjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The economic collapse in October 2008 had various effects on the Icelandic economy. It appeared like the whole society was paralyzed, at least for a short while. In the theoretical part of this thesis, brands in general and luxury brands in particular are addressed. The purpose of this research is to examine if the marketing actions of Icelandic firms that sell luxury brands have changed after the economic collapse. A qualitative research was conducted. Owners and managers of firms in Iceland that sell luxury brands were interviewed. The research question was: “What were the effects of the economic collapse in 2008 on the marketing activities of firms that sell luxury brands in Iceland?”
    Before the economic collapse Icelandic consumers spent more money because they felt that they were wealthier than they in fact were. This was partly due to increases in real estate prices and the price of stocks. At the same time disposable income and purchasing power went up. This increased private spending. After the collapse of the three major commercial banks in Iceland, things took a different turn. The price of real estate went down and the bottom fell out of the Icelandic stock market. Public and private debt went up and disposable income and purchasing power decreased. The consequences were that consumers cut back on their spending.
    The first few months after the economic collapse, there was a major difference in the behavior of Icelandic and foreign consumers. While the Icelandic consumers spent less on luxury brands, foreign consumers spent more. This was due to the collapse of the Icelandic currency. The Icelandic consumers are slowly recuperating and starting to spend more. According to the interviewees there is no competition between the firms in Iceland that sell luxury brands.
    The economic collapse in 2008 caused changes in the marketing mix elements of the firms, selling luxury brands. Their product portfolio and price changed and some of the firms kept longer opening hours. The collapse had little effect on the promotional variable and place.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún Björk Guðmundsdóttir.pdf621.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna