is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11928

Titill: 
  • Greiningar á steindasamsetningu sjávarsets á norðaverðu landgrunni Íslands: Fallkjarni B05-2006-GC04
  • Titill er á ensku Analysis on mineralogical composition of marine sediments on the North Icelandic shelf: Gravity core B05-2006-GC04
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Borkjarni B05-2006-GC04 var tekinn í Eyjafjarðarál árið 2006 og hefur verið rannsakaður með það að markmiði að fá upplýsingar um umhverfisbreytingar svo sem loftslagsbreytingar og eldgos. Til þess voru notaðar eðlisþyngdarmælingar, kornastærðargreiningar, greining á steindasamsetningu og vatnsinnihaldi. Kjarninn var tekin sem hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni (European Climate of the last Millennium (Millennium), 017008-2 styrkt af 6. rammaáætlun Evrópusambandsins). Millennium verkefnið miðar að því að skoða fornar loftslagsbreytingar, til þess að skilja betur þær hröðu loftslagsbreytingar sem eiga sér stað nú á tímum. Eyjafjarðaráll er á landgrunninu norðan við Ísland og er svæðið því mjög viðkvæmt fyrir loftslagsbreytingum. Vegna nálægð svæðisins við eldvirk svæði er hægt er að nota gjóskulög til þess að fá upplýsingar um eldvirkni og aldursgreininga. Hægt er að tengja gjóskulögin við skrifaðar heimildir sem og við jarðlagasnið á landi.
    Við rannsóknir kom í ljós að aukning varð á kvars kristöllum á 21-22 cm dýpi sem og á 51-52 cm dýpi. Aukning í núnu gleri varð einnig og kom fram toppur á 57-58 cm dýpi og svo annar minni á 51-52 cm dýpi. Það bendir til þess að hafís hafi verið meira viðvarandi á ákveðnum tímabilum heldur en öðrum og við það hafi þessi korn sest til. Við talningu á steindasamsetningu komu einnig fram toppar í súru og basísku gosefni. Sem bendir til þess að gjóskulög sé að finna í kjarnanum
    Engar aldurs- eða efnagreiningar hafa verið gerðar á kjarnanum og er því ekki hægt að tengja einstaka toppa í hafísbornu efni við skriflegar heimildir. Né héldur er hægt að tengja möguleg gjóskulög við þekkt söguleg gos. Þær breytingar sem sjást í steindasamsetningu gefa til kynna að kjarni B05-2006-GC04 hafi möguleika á að gefa góðar upplýsingar um umhverfisbreytingar á svæðinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The gravity core B05-2006-GC04 was drilled in Eyjafjarðaráll in 2006 and has been investigated with the objective to get information on environmental changes such as changes in climate and volcanism. Following measurements were applied during the investigation: density measurements, analysis on mineralogical composition, grain size analysis and water content. The core was taken as a part of an international research project, The Millennium project. The Millennium project is founded by the 6th Framework Program of the European Commission (grant 017008-2). The goal of The Millennium project is to investigate palaeoenvironmental changes in order to understand better the fast climatic changes that are occurring now.
    Eyjafjarðaráll is located on the North Icelandic shelf, close to the oceanographic polar front, and is therefore very sensitive to climatic changes. Due to the area’s close proximity to active volcanoes, tephra layers can be used to get information about age and eruptions. The tephra layers can be correlated to written resources and stratigraphic sections.
    Investigations showed that an increase in quarts crystals appeared at 21-22 cm and 51-52 cm depth. Altered glass also increased, first a small rise at 51-52 cm depth and another larger rise at 57-58 cm. This indicates that sea ice was more ongoing at some point than another. While counting the mineral composition of the sediments tops could both be seen in acidic and basaltic volcanic material, which indicates that tephra layers can be found in the core. No age or chemical analyses have been made on the core, and therefore it’s not possible to correlate individual increases in ice rafted debris to known sea ice events. Neither is it possible to correlate tephra layers to known volcanic eruptions.
    The changes that are seen in the mineral composition indicate that the core B05-2006-GC04 has the possibility of providing good information on environmental changes in the area.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greiningar á steindasamsetningu sjávarsets á norðaverðu landgrunni Íslands; Fallkjarni B05-2006-GC04.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna