is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13034

Titill: 
  • Orð eru athafnir. Sögur eru upplifaðar áður en þær eru sagðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hvernig upplifir maður heiminn. Hvernig getur hugur haft áhrif á líkamann og hvernig vinna upplifanir á reynsluheim manneskjunnar. Hvernig virkar hugurinn og hvernig tengist líkaminn undirmeðvitundinni. Samstarf líkama og sálar er eitt af megin viðfangsefnum þessarar ritgerðar undir miklum áhrifum hugmynda, Maurice Merleau-Ponty.
    Í ritgerðinni mun ég leitast við að svara einhverjum af þessum spurningum sem og megin efni ritgerðinnar, hvernig geta orð verið athafnir.
    Hér verður farið yfir greinar helstu fyrirbærafræðinga samtímans, Michael Jackson, Sherry Ortner og William Merrin. Auk kenninga gamalla goðsagna úr heimi mannfræðinga svo sem Michel Foucault, Bronislaw Malinowski og Pierre Bordieu svo fáir séu nefndir.
    Rauður þráður ritgerðarinnar hverfist kringum skrif Michael Jacksonar úr inngangi bókarinnar, Things as they are (1996).
    Að síðustu legg ég áherslu á valdasamfélagið og því hvernig ríkjandi orðræða stýrir að miklu leyti athöfnum okkar og skoðunum. Þar fær sjálfseftirlitið aukið vægi sem og birtingarmynd sannleikans. Út frá upphafsspurningunni, hvernig geta orð verið athafnir ?
    Svarið við þeirri spurningu vonast ég til að fá gegnum skrif Ludwig Wittgenstein sem og frummyndakenninga Platóns. En þrátt fyrir ólíkar áherslur í hugmyndum sínum leitast þessir tveir heimspekingar við að kanna hvernig sannleikurinn kemur fólki fyrir sjónar sem og gildi þeirra orða sem ljá öllum hlutum merkingu.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iris-Hauksdottir Lokaverkefni Mannfræði.pdf451.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna