is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14122

Titill: 
  • Markaðssetning tölvuleikja til stúlkna
  • Titill er á ensku Video game maketing towards girls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar fjallar um markaðssetningu tölvuleikja með það að markmiði að gefa innsýn í heim tölvuleikja og tölvunotkun stúlkna. Tölvuleikir eru orðnir mjög mikilvægur hluti af afþreyingu fólks í dag, tölvuleikir hafa því líkt og kvikmyndir orðið stór hluti af menningunni.
    Markmiðið var að kanna hvort markaðssetningu tölvuleikja til stúlkna sé ábótavant. Hvort þær séu á einhvern hátt undanskildar þegar um framleiðslu og markaðssetningu tölvuleikja er að ræða og hvort stúlkur fari þess vegna á mis við þennan miðil eða hvort stúlkur hafi raunverulega ekki áhuga á tölvuleikjum. Það séu því kannski þær sjálfar sem hunsi miðilinn.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir rannsóknum sem gerðar hafa verið af tölvuleikjanotkun stúlkna og einnig reynt að varpa ljósi á viðhorf stúlkna til tölvuleikja eins og þeir eru í dag. Markaðurinn verður greindur og athugað hvort hann sé að uppfylla þarfir stúlkna þegar kemur að innihaldi og uppbyggingu leikja.
    Helstu niðurstöðu ritgerðarinnar sýna að stúlkur hafa áhuga á tölvuleikjum en þær kjósa annars konar leiki en strákar. Þær kjósa heldur leiki sem innihalda minna ofbeldi og meira af fantasíu og hlutverkaleik. Þær vilja heldur spila leiki þar sem uppbygging leiksins fjallar um samvinnu og félagsleg samskipti og minna er um samkeppni og stöðuga spennu. Niðurstaðan var einnig sú að stúlkur spila leiki í þó nokkru magni en enn sé veruleg vöntun á leikjum sem hafa innihald og uppbyggingu sem höfðar til stúlkna, leikirnir þurfa að vera bæði fjölbreyttari og fleiri. Stúlkur geta því talist vannýttur markhópur framleiðenda í dag.

Samþykkt: 
  • 7.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Verkefni1_ÁstaSoffíaAstþorsdóttir.pdf746.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna