is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14928

Titill: 
  • Fátækt í þéttbýlum. Billjón manns í fátækrahverfum heimsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fátækt er vaxandi vandamál í heiminum sem að nær til allra landa. Ástæður fátæktar eru margvíslegar og til að berjast gegn fátækt þarf samvinnu margra þjóða. Í ritgerðinni skoða ég skilgreiningu ýmissa fræðimanna og samtaka á hugtökum tengdum fátækt og eru þær tengdar saman við fátækt í fátækrahverfum þéttbýla. Aldrei hafa jafn margir í heiminum lifað í þéttbýli og stækka fátækrahverfin ört. Skilgreint verður hvernig lífskjör fólk býr við og hvernig dagleg barátta í fátækrahverfum gengur fyrir sig. Mannréttindi fólks eru brotin á hverjum degi í fátækrahverfum og verða grundvallar mannréttindi fólks skilgreind og höfð til hliðsjónar í umfjölluninni um fátækrahverfi Kibera í Nairobi, Kenya.
    Alþjóðlegt samkomulag var samþykkt á Þúsundaldarfundi Sameinuðu Þjóðanna árið 2000. Þessi markmið voru samþykkt af leiðtogum ríkja heims og eru kölluð Þúsundaldarmakmiðin (Millennium Development Goals). Reynt var að setja fram raunhæf og tímasett markmið til að stuðla að bættum hag mannkyns um heim allan á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndunar, mannréttinda og lýðræðis. Markmiðin sem eru átta talsins myndu bæta lífsskilyrði fólks umtalsvert ef þau nást.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fátækt í þéttbýlum, Billjón manns í fátækrahverfum heimsins.pdf718.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna