is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14991

Titill: 
  • Guests in their Homeland: The situation of the Topnaar community, the traditional but not legal residents in the Namib Naukluft Park
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sögu þjóðgarða má rekja til loka nítjándu aldar. Síðan þá hafa þjóðgarðar verið stofnaðir víða um heim, ekki síst í þriðja heiminum oft án samráðs við fólk sem býr á svæðinu. Undanfarna áratugi hafa alþjóðlegar samþykktir verið gerðar sem auka rétt íbúa á þessum svæðum. Tvíhyggjan menning – umhverfi verður notuð til að útskýra þjóðgarðshugtakið þar sem gerður er skýr greinarmunur á mannlegu samfélagi og umhverfinu.
    Þjóðgarðar verða skoðaðir með tilliti til Topnaarsamfélagsins, íbúa Namib Naukluft þjóðgarðsins í Namibíueyðimörkinni. Frá stofnun hans, árið 1907, hafa lög ekki gert ráð fyrir íbúum þar og þeir því strangt til tekið ólöglegir innan garðsins. Skoðað verður hvort það að búa innan þjóðgarðsins hafi áhrif á daglegt líf Topnaarfólksins.
    Rannsóknin var gerð í Namibíu vorið 2009. Eigindlegar vettvangsaðferðir voru notaðar við gagnaöflun. Talað var við fólk í Topnaarsamfélaginu sem og ráðuneytisstarfsmenn, starfsmenn félagasamtaka og ráðgjafa í Namibíu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vera fólksins í þjóðgarðinum er almennt viðurkennd og hafa stjórnvöld reynt að auðvelda þeim lífið innan garðsins frá sjálfstæði Namibíu árið 1990. Þættir sem tengjast þjóðgarðinum beint virðast almennt hafa lítil áhrif á samfélagið. Þættir almenns eðlis virtust hafa meiri áhrif, svo sem vatnsskortur og vandamál varðandi stjórn innan samfélagsins sjálfs.

  • National parks have been established in the Third World throughout the last century without consulting local people. Usually management plans of these areas fail to include the local residents. International agreements have been made in the past decades to make local people gain rights in these areas. The parks make a clear separation between human beings and non-human nature. To explain this, the nature vs. culture dichotomy will be used.
    The focus in the project is on the Topnaar people, the local residents of theh Namib Naukluft Park in the Central Namib Desert. The aim is to answer whether, and how, they feel affected by the fact that they live within a proclaimed national. Since the proclamation of the park in 1907 their presence has been ignored in all park law.
    The fieldwork was carried out in Namibia in the spring 2009. Qualitative ethnographic research methods were used for data gathering. People within the Topnaar community were interviewed as well as ministry officials, NGO employees and consultants.
    The research showed that the existence of the community is generally acknowledged and the government has been trying to facilitate their livelihoods within the park since the independence of Namibia in 1990. Factors that could be linked to the park did not seem to affect their livelihoods. Factors of a more general nature seemed to affect them more, such as lack of water and leadership problems.

Styrktaraðili: 
  • Nordic Africa Institute
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín MagnúsdóttirRitgerðFinal.pdf859.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna