is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15420

Titill: 
  • Áhrif útiveru mjólkurkúa á framleiðsluþætti og vinnutíma í mjaltaþjónafjósum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hérlendis hafa lítið sem ekkert beinst að áhrifum útiveru á framleiðslugetu íslenskra mjólkurkúa. Almenningur hefur í auknum mæli hrópað á meiri dýravelferð og hafa dæmt kúabændur harðlega fyrir að setja kýrnar ekki út. Hérlendis er bundið í lög að nautgripir skuli vera úti að lágmarki 8 vikur á ári. Víða hafa kúabændur með mjaltaþjóna ekki uppfyllt þessa reglugerð og hefur Matvælastofnun kært bændur frá árinu 2009.
    Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á áhrif útiveru á framleiðsluþætti mjólkurkúa í mjaltaþjónafjósum hérlendis. Til þess að ná þessu markmiði voru skoðuð áhrif útiveru á nyt, mætingu í mjaltaþjón og kjarnfóðurát. Áhrif á gæði mjólkurinnar voru einnig skoðuð, efnainnihald, frumutala, líftala og frjálsar fitusýrur. Þetta verkefni á einnig að verða grunnur frekari rannsókna á þessu sviði.
    Niðurstöður verkefnisins voru einkum þær að útivera virðist hafa neikvæð áhrif á nyt og frumutölu mjólkurinnar. Hins vegar virtist efnainnihald ýmist standa í stað eða aukast þó var próteininnihald minna ef skoðaðar eru niðurstöður rannsóknarinnar á Hvanneyri. Útivera virtist hafa jákvæð áhrif á innihald frjálsra fitusýra og engin áhrif sáust á líftölumælingum eða kjarnfóðuráti. Niðurstöður skoðanakönnunar sýndu að bændur eru almennt jákvæðir fyrir útiveru mjólkurkúa en telja það þó auka vinnuálag og kostnað. Bændur telja flestir að kýrnar verði heilsuhraustari á því að komast út. Ljóst er að frekari rannsókna er þörf á sviði atferlisfræðinnar.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Sigrun_Eva_Helgadottir.pdf617.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna