is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17031

Titill: 
  • Deyr fé, deyja frændur, en stafræn tilvist deyr aldrei: Dauði og sorg á Internetinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er tilvist okkar á Internetinu, hvað verður um hana þegar við deyjum og hvernig þeir sem eftir lifa takast í auknum mæli á við sorgina á þeim vettvangi. Þessi stafræna tilvist og dauði eru sett í samhengi við mannfræðilegar kenningar um líf og dauða og hvernig fólk hefur tekst á við ástvinamissi í ólíkum samfélögum á ólíkum tímum. Rakið er hvernig viðhorf til dauða og sorgar á Vesturlöndum hafa tekið breytingum samfara aukinni einstaklingshyggju og læknisfræðilegum framförum, en einnig er litið til hvernig tækniframfarir á borð við prenttækni, ljósmyndun og sjónvarp hafa mótað dauðatengdar venjur. Birtingarmyndir dauða og sorgar á Internetinu eru skoðaðar, t.d. á minningarsíðum, bloggsíðum, umræðusvæðum, myndskeiðum og í sýndarveruleikum en síðast en ekki síst á samskiptavefnum Facebook þar sem lifandi jafnt sem látnir eiga sitt svæði til ímyndarsköpunar. Færa má rök fyrir því að þetta nýja rými til samskipta sé í raun framhald á vaxandi einstaklingshyggju sem byrjaði að þróast löngu fyrir daga Internetsins. Á Facebook kemur í ljós hvernig dauðinn og sorgin er að miklu leyti félagslegt ferli og hægt er að segja að með tilkomu Internetsins hafi dauðatengd ritúöl þanist út, bæði í tíma og rúmi.

  • Útdráttur er á ensku

    The paper’s aim is to explore our existence on the Internet, what happens to it when we die and how survivors increasingly deal with their grief online. Our digital existence and death is placed in anthropological context with regard to theories about life and death and how people have dealt with loss in various societies at different times. Increasing individualism in the West along with medical advances have changed attitudes toward death and mourning but other technological advances have shaped death-related practices too, such as printing, photography and television. Death and mourning appear online in various ways on memorial sites, blogs, chat forums, in images, videos and virtual realities. Death is also present on social networking sites such as Facebook, where both the living and the dead have their spaces for identity management. It can be argued that this new space for communication reflects growing individualism that began to develop long before the Internet. Facebook reveals how death and grief is largely a social process and with the advent of the Internet it can be said that death-related rituals have expanded greatly, both in time and space.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_Vidarsdottir_BA.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna