is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17052

Titill: 
  • „Meira ímyndunarafl en rökhugsun.“ Greining á pólitískum gjörningi Jóns Gnarr
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það kom flestum að óvörum að skemmtikrafturinn Jón Gnarr skyldi bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga árið 2010 sem oddviti nýs flokks, Besta Flokksins. Fáir, ef einhverjir, sáu það fyrir að hann myndi í raun bera sigur af hólmi í þeim kappleik sem einkennir hið pólitíska svið. Hann virtist hvorki passa inn í fyrirfram mótað hlutverk stjórnmálamannsins né hafa áhuga á að samsama sig því. Þvert á móti. Hér er gjörningur Jóns Gnarr skoðaður sem pólitískt andóf, hvorki viðtekið né hefðbundið, en andóf samt sem áður. Með gjörningi sínum endurspeglar Jón Gnarr sýn Pierre Bourdieu sem sagði árangursríkt andóf felast í niðurrifi á þeim öflum sem hafa vald til þess að flokka og skilgreina hinn félagslega veruleika. Í því felst bæði að rísa upp gegn því gangverki sem veitir vald og heftir það, ásamt því að afbyggja þær flokkanir sem svið valdsins hefur skapað okkur til handa. Ég færi rök fyrir því að þetta hafi Jón Gnarr leitast við að gera með framboði sínu en í stað þess að beygja sig undir ríkjandi hugsanamynstur með „viðteknu“ og „hefðbundnu“ andófi kaus hann að fara óhefðbundnar leiðir. Meðal þeirra aðferða sem hann beitti má nefna afbyggingu, súrrealisma og skop. Í greiningunni er meðal annars stuðst við kenningar fræðimannanna Pierre Bourdieu, Michael Foucault, Antonio Gramsci og F.G. Bailey. Rannsóknin byggir á gagnrýnni orðræðugreiningu sem kennd er við franska fræðimanninn Michael Foucault og leitast er við að draga fram stríðandi orðræður. Annars vegar ríkjandi orðræður sem hafa mótað íslenskt samfélag um árabil og hins vegar þær gagnorðræður sem birtast í andófi Jóns Gnarr. Helstu niðurstöður eru þær að Jón Gnarr hafi gert áhrifaríka tilraun til þess leysa sig og aðra undan þeim hugmyndafræðilegu yfirráðum sem leitt hafa þjóðina í ógöngur en að tíminn einn muni leiða í ljós hvaða áhrif Jón Gnarr sem valdhafi muni hafa á íslenskt samfélag og vitund.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_unnureddagardars-prent.pdf738.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna