is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18157

Titill: 
  • Óeðlilegir (atypískir) kirtlar í grófnálarsýnum frá blöðruhálskirtli. Hvaða þýðingu hefur slík greining og hefur hún forspárgildi varðandi greiningu illkynja meina síðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er gríðarlegt vandamál meðal karlmanna á Íslandi sem og á öðrum Vesturlöndum. Vefjagreining á blöðruhálskirtilssýnum gefur oftast afdráttarlausa niðurstöðu um hvort krabbamein sé til staðar eða ekki. Í hluta sýna greinast hins vegar atypískir (óeðlilegir) kirtlar sem eru af óvissri þýðingu.
    Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að auka skilning á þýðingu atypískra kirtla í blöðruhálskirtli með því að kanna hversu oft slík greining er gerð í íslenskum efnivið og hvort munur sé á milli meinafræðinga að því leyti. Metið var hvort greining á atypískum kirtlum auki líkur á krabbameinsgreiningu síðar.
    Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnum öll greiningarsvör grófnálarsýna frá blöðruhálskirtli sem bárust Rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum og Vefjarannsóknarstofunni að Suðurlandsbraut 4a á árunum 1998-2003 og þau flokkuð í 5 flokka, sýni án æxlisvaxtar, sýni með atypíu, sýni með atypíu sem þótti grunsamleg fyrir illkynja mein, sýni með PIN- breytingar og sýni með illkynja mein. Þessar upplýsingar voru síðan keyrðar saman við Krabbameinsskrá Íslands þar sem fengust upplýsingar um hvaða karlmenn fengu síðar krabbamein.
    Niðurstöður og umræður: Heildarfjöldi sýna var 1693 og skipting þeirra í flokka eftirfarandi: 45,4% án æxlisvaxtar, 5,2% með atypíu, 5,4% með grunsamlega atypíu, 3,8% með PIN-breytingar og 40,2% með illkynja mein. Þessi skipting var mjög breytileg milli meinafræðinga. Alls fengu 34,1% þeirra karlmanna sem greindust með atypíu eða grunsamlega atypíu síðar krabbamein en fyrir karlmenn sem greindust án æxlisvaxtar var þetta hlutfall 21,6%. Það er því ljóst að forspárgildi greiningar á atypíu er talsvert.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Prostate cancer is a major problem among men in Iceland and other Western countries. Typically, a diagnosis of prostate biopsy gives an unequivocal conclusion as to whether cancer is present or not. However, some samples include atypical glands, which are of uncertain significance.
    Objectives: The aim of this study was to clarify the importance of atypical glands in the prostate by examining the frequency of that diagnosis in Icelandic men and whether there was a significant variability in diagnostic opinion among pathologist. Furthermore, the aim was to determine whether atypical glands increased the risk of prostate cancer.
    Methods: All prostate needle biopsy diagnoses from the Department of Pathology in Landspítali and Vefjarannsóknarstofan located at Suðurlandsbraut 4a in the years 1998-2003 were studied and classified into 5 categories: benign, atypical glands, atypical glands –suspicious for malignancy, PIN and malignancies. These data where then compared with data from the Icelandic Cancer Registry when information about which men were diagnosed with prostate cancer later in life became available.
    Results and Discussion: Total number of samples was 1693 and classification was as follows: 45,4% benign, 5,2% with atypical glands, 5,4% with atypical glands –suspicious for malignancy, 3,8% with PIN and 40,2% with carcinoma. These diagnostic categories were highly variable between pathologists. A total of 34,1% of men diagnosed with atypical glands or atypical glands – suspicious for malignancy, developed prostate cancer later in life, but 21,6% of men with benign samples. It is therefore clear that the diagnosis at atypical glands has a considerable predictive value.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Birgisdóttir.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna