is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19121

Titill: 
  • Grundó á Langó : grenndarnám og menntun til sjálfbærni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grundó á Langó er meistaraverkefni sem unnið er í samvinnu við Akraneskaupstað og annan af tveimur grunnskólum Akraness. Í verkefninu leitast ég við að skoða hvernig menntun til sjálfbærni í grunnskóla getur verið samfélagslegt verkefni.
    Nemendur verkefnisins komu úr 5. og 6. bekk og fór verkefnið að mestu fram á Langasandi og á svæðinu þar í kring. Nemendur rannsökuðu dýra- og plöntulíf á sandinum og í kring, ásamt því að safna saman öllu rusli sem þau fundu í rannsóknaleiðangrum sínum. Að rannsókn lokinni var búið til upplýsingaskilti um dýra- og plöntulíf sandsins sem sett verður upp á gönguleið við sandinn nú í vor. Einnig unnu nemendurnir að ruslaskilti sem bar yfirskriftina “Þetta er það sem skilið er eftir...” sem einnig verður sett upp nú í vor. Tilgangur verkefnisins er að nemendur læri að umgangast eigið umhverfi af virðingu og væntumþykju ásamt því að læra að þau geti haft áhrif á eigið samfélag þrátt fyrir ungan aldur.
    Verkefnið er unnið út frá kennslufræðilegum nálgunum í grenndarnámi og áherslum á menntun til sjálfbærni. Það er hannað í kringum CRAFT ferlið sem oft er nýtt í samfélgastengum listverkefnum. Að lokum verður verkefnið greint út frá greiningarlykli fyrir menntun til sjálfbærni sem nefnist Connecting the Dots.

Styrktaraðili: 
  • Ritgerðin var unnin í samvinnu við Akraneskaupstað og Grundaskóla.
Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grundó á Langó.pdf2.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna