is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21102

Titill: 
  • IAS 37: Skuldbindingar, óvissar skuldir og óvissar eignir
  • Titill er á ensku IAS 37: Provisions, Contingent Liabilities and Contingent Assets
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er reikningsskilastaðall IAS 37 – Skuldbindingar, óvissar skuldir og óvissar eignir sem tók gildi árið 1999. Staðallinn var upphaflega gefinn út af Alþjóðlegu reikningsskilanefndinni (International Accounting Standards Committee, IASC) en þegar ný stofnun var sett á laggirnar, Alþjóðlega reikningsskilaráðið (International Accounting Standards Board, IASB), innleiddi ráðið staðla nefndarinnar. IFRS reikningsskilastaðlarnir (International Financial Reporting Standards), sem IASB gefur út, hafa náð góðri fótfestu víðs vegar um heiminn en þó aðallega í Evrópu. Má þar þakka lagasetningu Evrópusambandsins sem krefur félög, sem skráð eru á skipulagðan verðbréfamarkað, að semja reikningsskil sín í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla. IASB gefur ekki út einu staðlana sem notaðir eru í heiminum. Bandaríska reikningsskilaráðið (Financial Accounting Standards Board, FASB) ræður ríkjum í Bandaríkjunum og gefur út US GAAP (Generally Accounting Accepted Principles) reikningsskilastaðlana. Þrátt fyrir það hafa IFRS reikningsskilastaðlarnir öðlast viðurkenningu í Bandaríkjunum. Mikilvægt er að gera greinarmun á skuldbindingu og skuld. Það sem skilur á milli er óvissuþáttur skuldbindingarinnar. Skuld er byggð á atburðum sem hafa gerst og verður til lykta leidd með útflæði fjármuna. Í kringum skuldbindingu ríkir hins vegar óvissa, þ.e. hvort hún muni leiða til útflæðis fjármuna. IAS 37 snýr ekki einungis að skuldbindingum. Fjallað er um óvissar skuldir sem ekki eru færðar í reikningsskil félaga heldur greint frá í skýringum. Helsti munur á óvissum skuldum og skuldbindingum er sá að litlar líkur eru á að óvissar skuldir muni verða að skuld. Hið sama má segja um óvissar eignir nema þá er ekki um skuld að ræða heldur mögulega eign.
    Við skoðun á ársreikningum þriggja ólíkra félaga var áhugavert að sjá þróun skuldbindinga þeirra. Tvö af þessum félögum gerðu grein fyrir óvissum skuldum og óvissum eignum og skýrðu frá þeim málum sem sneru að þeim þáttum. Þriðja félagið er opinbert hlutafélag og færði upp skuldbindingu vegna breytinga á starfsemi félagsins.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IAS 37 - Skuldbindingar, óvissar skuldir og óvissar eignir - Lokaskjal.pdf642.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna