is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24312

Titill: 
  • Sjálfsmynd múslimskra kvenna: Feðraveldi, fordómar og femínismi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Orðræða um klæðnað múslimskra kvenna hefur verið áberandi innan vestrænna samfélaga og ýmsar hugmyndir um það hvers vegna konur velji að klæðast slæðum eða hvort að þrýstingur feðraveldisins neyði þær til að hylja sig með slíkum klæðum. Múslimskar konur finna fyrir miklum fordómum í garð slæðunotkunar innan vestrænna samfélaga og því er mikilvægt að sú orðræða sem er í gangi um múslimskar konur eigi við rök að styðjast, en staðalímyndir hins vestræna heims benda til þess að múslimskar konur séu valdalausar innan samfélags íslam og kúgaðar af karlmönnum. Kúgun þeirra og ósýnileiki hefur verið liðin í gegnum tíðina en með bættri menntun og aukinni samstöðu meðal múslimskra kvenna, eru jafnréttismál orðin meira áberandi innan íslam, en með aukinni menntun fylgir aukinn máttur. Þær eiga þó enn langt í land og feðraveldið er enn ríkjandi form innan íslam og því er mikilvægt að sjálfsmynd múslimskra kvenna breytist samhliða breyttum tímum og þær komist þannig nær konum á vesturlöndum hvað baráttumál og jafnrétti varðar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsmynd múslimskra kvenna - Selma Kjartansdóttir PDF.pdf319.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna