is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27236

Titill: 
  • „Bara svona pálínuboð með pökkum og skreytingum": Steypiboð (e. baby shower) sem nýr siður á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áður fyrr tengdust siðir oftast ákveðnum samfélögum en það hefur breyst með auknu flæði og meiri samskiptum milli ríkja. Steypiboð (e. baby shower) er upprunalega bandarísk hefð sem rekja má aftur til miðbiks síðustu aldar. Slík boð voru lengi óþekkt á Íslandi en á allra síðustu árum hafa vinsældir þeirra aukist hjá ungum konum á tvítugs- og þrítugsaldri. Í þessari ritgerð er skoðað hvers vegna steypiboð eru að festast í sessi á Íslandi og á hvaða hátt þau eru ólík upprunalegu hefðinni frá Bandaríkjunum. En þar sem lítið hefur verið fjallað um steypiboð á Íslandi er stuðst við hálf-stöðluð einstaklingsviðtöl til þess að fá dýpri skilning á viðfangsefninu. Viðmælendur eru þrjár mæður á þrítugsaldri sem eiga það allar sameiginlegt að hafa bæði fengið eigin steypiboð á sinni meðgöngu og að hafa staðið að undirbúningi slíkra boða fyrir aðra. Samhliða er stuðst við mannfræðikenningar um siði, ritúöl, gjafaskipti og kyngervi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Hugrún Snorradóttir.pdf626.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
meðferð lokaverkefna.pdf276.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF