is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4196

Titill: 
  • Umgengnisréttur samkvæmt 74.gr. barnarverndalaga nr. 80/2002
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fyrst og fremst gerð grein fyrir umgengnisrétti barns og kynforeldra þegar barn er í fóstri en einnig er vikið að umgengnisrétti barnsins við aðra nákomna. Þá er kannað hvaða þættir það eru sem helst hafa áhrif á ákvörðun um umgengnisréttinn. Bæði er fjallað um skrif fræðimanna varðandi þetta efni en einnig eru skoðaðir úrskurðir barnaverndanefndar Reykjavíkur sem og kærunefndar barnaverndarmála. Þá er gerður samanburður við danskan og norskan rétt og nokkrir dómar hæstaréttar og mannréttindadómstóls Evrópu eru reifaðir sem og álit umboðsmanns Alþingis.
    Meðal þeirra atriða sem skoðuð eru í framkvæmd barnaverndar Reykjavíkur og kærunefndar barnaverndarmála eru:
    • Hvort litið er til þess hver er ástæða fósturráðstöfunar við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til þess hvort barn er í tímabundnu eða varanlegu fóstri við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til þess hvort barn er í fóstri hjá vandamönnum eða vandalausum við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til hegðunar kynforeldris eftir að barni hefur verið komið fyrir hjá fósturforeldrum við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til viðhorfa barnsins til umgengninnar við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til viðhorfa fósturforeldranna við ákvörðun um umgengnisrétt.
    • Hvort litið er til aldurs barns við upphaf fósturs og tengsla barnsins við kynforeldra við ákvörðun um umgengnisrétt.
    Til þess að geta fjallað um umgengnisréttinn er nauðsynlegt að varpa nokkru ljósi á barnaverndarstarf almennt og þá sérstaklega fósturráðstafanir vegna órjúfanlegra tengsla umgengnisréttar við það efni.
    Tekið skal fram að í ritgerðinni er með fóstri átt við ráðstafanir á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80 frá 2002. Þá verður aðeins fjallað um umgengnisrétt í skilningi bvl. en ekki barnalaga nr. 76 frá 2003.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ua4_fixed.pdf519.5 kBLokaðurHeildartextiPDF