is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7438

Titill: 
  • Meðalhitakærar sjúkdómsvaldandi Vibrio bakteríur við Ægissíðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að leita að meðalhitakærum sjúkdómsvaldandi Vibrio bakteríum við Ægissíðu í Reykjavík. Áhersla var lögð á að leita að Vibrio parahaemolyticus og Vibrio vulnificus en skima aðeins eftir Vibrio Cholerae. Skoðaðar voru fjórar sýnategundir; vatnssýni, kræklingur, hrúðurkarl og þari, í tveimur sýnatökum. APW var notað sem auðgunaræti og þrenns konar einangrunar- og valæti; TCBS (thiosulfate-citrate-bile salts-sucrose) agar, VVA (Vibrio vulnificus agar) og VPSA(Vibrio parahaemolyticus sucrose agar). Tegundirnar voru greindar með lífefnafræðilegum greiningarprófum og sértækum vísum með PCR. V.parahaemolyticus greindist í einu sýni af átta þ.e. í vatnssýninu úr seinni sýnatökunni, og V.cholerae greindist í einu sýni af átta þ.e. í vatnssýninu úr fyrri sýnatökunni. V.vulnificus greindist ekki í neinu sýni. Ekkert var greint úr kræklinga-, hrúðurkarla- né þara sýnunum.

Samþykkt: 
  • 28.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
medalhitakaerar_vibrio_BSverkefni.pdf698.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna