is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7598

Titill: 
  • Athugun á hentugleika WIV-votlendisvísitölunnar við íslenskar aðstæður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Breytingar sem verða á gróðursamsetningu í kjölfar rasks á votlendi eru oft á tíðum hægfara og fíngerðar og því getur verið erfitt að meta og sýna fram á þær á skilmerkilegan hátt. Erlendis hefur verið þróuð aðferð með útreikningum á WIV (Wetland Index Value) votlendisvísitölu til að einfalda gögn um breytingar á gróðursamsetningu og var athugað hvort sú aðferð ætti einnig við hér á landi. Gróðurgreiningar voru framkvæmdar í þremur framræstum, óunnum mýrum með það að markmiði að nota WIV-votlendisvísitölu til að athuga hvort og hvernig gróðursamsetningin breyttist eftir því sem fjarlægð frá framræsluskurði jókst. Þá var vatnsstaða mæld og reiknað út hversu hratt hún hækkaði með aukinni fjarlægð frá framræsluskurði. Í öllum sniðunum þremur hækkaði WIV-votlendisvísitalan (úr 3 í tveimur sniðum og 3,5 á einu sniði) og endaði í 4. Þegar fylgni milli hækkandi WIV-votlendisvísitölu og hækkandi vatnsstöðu var reiknuð út, fyrir tvö snið, kom í ljós að á milli þessara tveggja þátta var martæk, sterk, jákvæð fylgni. Því má telja að WIV-votlendisvísitalan hafi numið og sýnt fram á þær breytingar sem áttu sér stað í gróðursamsetningu. Með því að nota WIV-votlendisvísitölu til að skilgreina gróðursamsetningar er hægt að meta áhrif rasks á votlendi, árangur vistheimtaraðgerða og stigul í umhverfi. Ekki nægir að skilgreina votlendi út frá WIV-votlendisvísitölunni einni saman þar sem aðrir umhverfisþættir hafa mikil áhrif, þar á meðal vatnsstaða og jarðvegsgerð.

Samþykkt: 
  • 23.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd IVG.pdf1.27 MBOpinnPDFSkoða/Opna