is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7934

Titill: 
  • Áhrif hrossabeitar á vöxt, útlit og lifun birkis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið er til af rannsóknum á Íslandi um áhrif beitar í ræktuðum skógi og notkun beitardýra til að halda niðri grasvexti í ungskógi. Samkeppni trjáplantna við gras í nýskógrækt er vandamál vegna baráttu um ljós og næringarefni ásamt því að sina leggst yfir ungplöntur og kæfir þær. Gerð var beitartilraun með hross í skógræktargirðingu á Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu haustið 2008 og rannsökuð áhrif beitar á vaxtarlag og lífslíkur birkis ásamt því að kanna hvort næringarástand þess breyttist við beit. Hrossum var beitt í tvo mánuði haustið 2008 á helming tilraunalandsins en hinn helmingurinn var notaður til samanburðar. Allar birkiplöntur voru mældar áður en beit hófst, hæð, lengd og þvermál ásamt því að þróttur plantna og þroski toppbrums var metinn. Úttekt var gerð á beitarskemmdum vorið 2009 og lokaúttekt fór síðan fram haustið 2009. Helstu niðurstöður voru þær að beit hafði engin áhrif á þvermálsvöxt trjánna og vöxt árssprota en neikvæð áhrif á útlit trjánna, hæð þeirra og þrótt. Hrossin voru of lengi í girðingunni miðað við stærð beitilandsins og framboð beitargróðurs og mjög líklegt er að rekja megi stóran hluta beitarskemmda til minna framboðs á beit fyrir hrossin. Hrossabeit nýtist til að hreinsa gras og sinu í skógræktarlandi en mjög vel þarf að fylgjast með beitinni og grípa inn í um leið og merki sjást um minnkandi framboð beitargróðurs. Frekari rannsókna er þörf á áhrifum beitar á grassamkeppni og vöxt og þroska trjáplantna í ræktuðum skógum svo sem hversu mikil beit má vera án þess að valda alvarlegum skemmdum á trjánum og hver áhrif beitar eru á vistkerfi skóga og líffræðilegan fjölbreytileika þeirra.

Samþykkt: 
  • 18.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrossabeit BS lokaverkefni LM (2).pdf1.69 MBOpinnPDFSkoða/Opna