is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8533

Titill: 
  • Ósýnilegu börnin: Stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að kanna hvaða áhrif geðsjúkdómur foreldris hefur á börn, hver reynsla barnanna sé, hvaða þarfir þau kunna að hafa og hvaða úrræði séu í boði innan heilbrigðiskerfisins til aðstoðar fjölskyldum að takast á við geðræn veikindi fjölskyldumeðlims. Notast var við heimildir úr gagnasöfnunum Science Direct, PubMed og Google Scholar en einnig voru fleiri heimildir fengnar út frá nafni höfunda og greina.
    Geðsjúkdómar eru fjölskyldusjúkdómar sökum þess að þeir hafa áhrif á alla meðlimi fjölskyldunnar, ekki síst börn og unglinga. Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma eru oft nefnd ósýnilegu börnin því þörfum þeirra er oft ekki mætt af velferðarþjónustunni. Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma eru í margfalt meiri hættu á að greinast sjálf með geðröskun. Geðræn veikindi foreldra valda röskun á fjölskyldulífi og samskiptum innan fjölskyldunnar.
    Rannsóknir sýna að börn geðsjúkra hafa þörf fyrir fræðslu um veikindi foreldris og telja sig ekki nægilega vel upplýst. Þau börn sem fá litlar eða jafnvel engar upplýsingar upplifa hræðslu, sektarkennd og óöryggi en börnin hafa þörf fyrir stuðningsaðila sem þau geta rætt við í trúnaði. Meðferðarúrræði byggja á hugmyndum um áhættu og þrautseigju og snúast um að fyrirbyggja geðræna erfiðleika hjá börnum. Rannsóknir sýna að stuðningur við börn og fjölskylduna í heild er ekki nægur en þó hefur þróun síðustu ára verið skref í rétta átt.

    Lykilorð: Geðsjúkdómur foreldris, geðslagssjúkdómur foreldris, þunglyndi foreldris, börn, reynsla, fræðileg úttekt, hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this literature review is to explore how the mental illnesses of parents affect children, their experience, what needs they have and what are the resources the health care system offers families to deal with a mental illness of a family member. References were tak-en from the data bases of Science Direct, PubMed and Google Scholar and references through authors´ names and articles were also used.
    A mental illness is a family illness because it affects everyone in the family, not the least children and adolescents. The children, whose parents suffer from mental illnesses, are often called the invisible children because their needs are often not fulfilled in the welfare system.
    Children, whose parents suffer from mental disorders, are in great danger of having mental health problems themselves. Mental disorders of parents can affect family life and the relations within the family. Research has shown that children of mentally ill parents need information about their parents´ illness and they often believe they are not properly informed. The children that get little or no information experience fear, guilt and insecurity. They need supportive assistance, someone they can talk to in full confidentiality. Treatments are based on ideas of risks and resilience and their aim is to prevent mental health problems of children. Research has shown that support to children and to the whole family is not enough but the development for the last few years has been positive.
    Keywords: Parental mental illness, parental affective illness, parental depression, children, experience, literature review, nursing.

Samþykkt: 
  • 17.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ósýnilegu börnin-ritgerð í prentun.pdf639.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna