is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10007

Titill: 
  • Öldurót upplýsinga- og tjáningarfrelsis á nýju árþúsundi. Stefna bókasafns- og upplýsingafræðinga og áhrif WikiLeaks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • The International Federation of Library Association (IFLA) eru alþjóðleg samtök bókasafns- og upplýsingafræðinga sem stofnuð voru í september árið 1927 eftir að grunnur af þeim var lagður með Edinborgar-ályktuninni ári áður. Samtökin hafa vaxið gríðarlega á 84 ára sögu sinni og með þessum mikla vexti hafa samtökin þurft að setja skýrar línur hvað varðar markmið og framtíðarsýn og ekki síður að gera starfsemina hnitmiðaðari en slíkt er meðal annars gert með sex kjörnum IFLA.
    Committee on Freedom of Access to Information and Freedom of Expression (FAIFE) er einn af sex kjörnum IFLA og er tilgangur kjarnans að verja og kynna þau grundvallarmannréttindi sem koma fram í 19. grein mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til að stuðla að því hefur FAIFE meðal annars sett fram þrjár stefnuyfirlýsingar sem bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar eru hvattar til að innleiða og vinna eftir og snúa þær að vitsmunalegu frelsi, gagnsæi og internetinu.
    WikiLeaks hefur valdið miklu fjaðrafoki síðan samtökin spruttu upp á sjónarsviðið árið 2007. Samtökin hafa haft gríðarleg áhrif á hið frjálsa flæði upplýsinga á okkar tímum og valdið deilum og umræðum um hvert skal stefna í slíkum málum. WikiLeaks eru samtök sem stuðla að gagnsæi og upprætingu á spillingu en það gera þau með því að leka gögnum á vefsíðu sína sem borist hafa til þeirra frá uppljóstrurum sem líta oft á tíðum á WikiLeaks sem síðasta hálmstráið. Bradley Manning er einn þeirra sem komið hefur gögnum til WikiLeaks, fyrir vikið situr hann nú í fangelsi við misgóðar aðstæður sem hefur valdið mikilli reiði hjá mannréttindasamtökum um heim allan. Julian Assange, höfuð WikiLeaks, er einn úr hópi upphafsmanna Icelandic Modern Media Initiative (IMMI) en það eru íslensk samtök sem komið var á fót hér á landi til að rækta upplýsingafrelsi og lýðræði hér á Íslandi. Til að slíkt gæti orðið að veruleika söfnuðu samtökin sterkustu lögum og löggjöfum víðsvegar úr heiminum og byggð var upp þingsályktunartillaga sem var samþykkt einróma á Alþingi Íslendinga og mun hún nýtast í nýrri löggjöf sem snýr að upplýsingafrelsinu, verndun frjálsrar fjölmiðlunnar og verndun heimildarmanna. Verndun heimildarmanna er nú þegar orðið að lögum hér á landi og er undirbúningur og vinna að öðrum þáttum tillögunnar í vinnslu eða langt á veg komin.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bjornivar.ritgerdlokautg.pdf416.7 kBLokaðurHeildartextiPDF