is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10008

Titill: 
  • Riddarar og frúr. Fyrirmyndir íslenskra aristókrata á 14. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um íslenskar riddarasögur á 14. öld og hlutverk þeirra í samfélaginu. Fyrsti kafli rekur uppruna riddarasagna á meginlandi Evrópu í stuttu máli og lýsir helstu einkennum þeirra með áherslu á það að riddarasögur voru um fram allt bókmenntir aristókratíunnar. Tilgangur þeirra var að skemmta og fræða og í þeim gátu aristókratar fræðst um þá hegðun sem ætlast var til af fólki í þeirra stöðu. Þegar á heildina er litið þá er það gegnumgangandi undirtónn í riddarasögum að skerpa á sjálfsmynd aristókrata sem hóps. Persónur riddarasagna koma fram við hverja aðra sem jafningja og ef efnaminna fólk birtist í sögunum þá er það einungis þegar söguþráðurinn þarf á þeim að halda í þjónustu aristókratanna. Allur bakgrunnur söguþráðarins er í samræmi við þetta og veislur, hirðsiðir, dýr klæði og kræsingar undirstrika yfirburði aristókratanna yfir aðrar manneskjur.
    Riddarar af þessu tagi eru óneitanlega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um íslenskar miðaldir. Engu að síður er það staðreynd að riddaramenning blómstraði á Íslandi á 14. öld, í það minnsta á bókfellinu. Leitast er við að svara því af hverju Íslendingar hrifust af menningu sem virðist svo fjarlæg því sem við þekkjum úr sögu landsins. Því þó engir hafi verið kastalarnir á Íslandi og aðstæður til burtreiða afleitar, þá tóku framámenn landsins riddaramennskunni heilshugar, því grundvallaratriði hennar þjónuðu hagsmunum þeirra í nýju stjórnarskipulagi vel. Þeim lá á að samsama sig erlendum elítum til að geta átt hlutdeild í völdum þeirra.
    En hver voru helstu hugðarefni íslenskra höfðingja á tímum breyttra stjórnarhátta? Af mörgu er að taka en ritgerðin einbeitir sér að áherslu íslenskra riddarasagna á karlmenn af háum stigum og tengsl þeirra hvor við annan, sem þeir styrkja bæði með fóstbræðralagi og mægðum og styrkja um leið aristókratíuna sem hóp. En til að geta tilheyrt þessum hópi þurftu bæði karlar og konur að uppfylla viss skilyrði. Riddarasögur eru því vitnisburður um þau siðferðislegu gildi sem ríkir og valdamiklir karlmenn settu sjálfum sér og öðrum á 14. öldinni. Annar kafli ritgerðarinnar fjallar um viðhorf þeirra til vináttu og bræðralags, en það var aristókratíunni nauðsynlegt að halda saman til að missa ekki völd sín. Þriðji kafli ritgerðarinnar fjallar svo um viðhorf til kvenna og hvernig þau mótuðust á nýjan hátt af áhyggjum um eignarétt og arf.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
riddararogfrur2.PDF689.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna