ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10016

Titlar
  • Neytendakaup : galli og tilkynningarfrestur neytenda : hvaða sjónarmið ráða við mat á því hvort söluhlutur falli undir tveggja eða fimm ára hámarks tilkynningarfrest neytenda

  • en

    Consumer protection law: faulty goods and the liability limitation period

Skilað
September 2011
Útdráttur

Neytendaréttur er sú undirgrein lögfræðinnar sem fjallar um réttarstöðu neytenda og er það
viðfangsefni þessarar ritgerðar. Fjallað er í stuttu máli um réttarsviðið og sögu kaupalaga.
Kynnt verður til sögunnar stjórnsýsla neytendamála. Þar á eftir er fjallað um gallareglur laga
um neytendakaup með hliðsjón af lögum um lausafjárkaup og tilskipunar ESB um tiltekna
þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi. Umfjöllunin tekur til hvers konar eiginleika
söluhlutir þurfa að hafa og hvenær galli telst vera til staðar. Tilkynningarfrestur neytenda er
skoðaður og fjallað er um hvenær neytandi þarf að tilkynna seljanda um galla og þann
hámarks tilkynningarfrest sem neytandi hefur þegar um galla er að ræða. Meginreglan um
hámarkstilkynningarfrest eru tvö ár en undantekningu er að finna um söluhluti sem er ætlaður
verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti, en þá gildir fimm ára
tilkynningarfrestur. Höfundur reynir að skýra hvers konar söluhlutum er ætlaður verulega
lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti og hvaða sjónarmið ráða við mat á því
hvort hlutur falli undir tveggja eða fimm ára hámarkstilkynningarfrest. Til þess var bæði
íslensk og norsk réttarframkvæmd skoðuð. Matið felst í hversu lengi neytandi mátti vænta
hver ending söluhlutar væri en horft er t.d. til kaupverðs, meðferðar og framleiðslufyrirtækis
söluhlutar. Í ritgerðinni er tekinn saman tæmandi listi yfir þá hluti sem kærunefnd lausafjárog
þjónustukaupa hefur fellt undir fimm ára tilkynningarfrest og eru einnig tekin dæmi úr
norskri framkvæmd

Samþykkt
12.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Egill_Dadi_Olaf... .pdf399KBLæst til  1.9.2050 Heildartexti PDF