is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10017

Titill: 
  • Málefnalegar ástæður fyrir uppsögn af hálfu atvinnuveitenda
  • Titill er á ensku Valid reasons for termination of employment contract, by the employer
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu eru til skoðunar ákvæði sem veita launþegum á almennum vinnumarkaði vernd gagnvart ómálefnalegum og órökstuddum uppsögnum af hálfu atvinnuveitanda.
    Ritgerðin hefst á því að skoðuð eru ákvæði íslenskra laga og kjarasamninga sem varða efnið og í framhaldi af því eru lagafrumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi varðandi efnið
    reifuð og gerð grein fyrir afdrifum þeirra.
    Því næst er samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158 skoðuð og ákvæði hennar sem varða umfjöllunarefnið rakin auk þess sem raktar eru þingsályktunartillögur sem lagðar hafa
    verið fram varðandi fullgildingu samþykktarinnar hér á landi og rakið hver afdrif þeirra hafa verið. Í þriðja kafla er svo farið yfir ákvæði laga og kjarasamninga í Danmörku sem varða
    málefnalegar ástæður fyrir uppsögn, en í Danmörku hafa þessi ákvæði verið til staðar um áratuga skeið. Skoðuð eru fordæmi dómstóla og úrskurðaraðila og í lok kaflans er gerð tilraun
    til að meta tvö mál sem upp hafa komið á Íslandi varðandi uppsagnir starfsmanna, með hliðsjón af regluverki á Íslandi annars vegar og í Danmörku hins vegar.
    Að lokum er svo lagt mat á það hvort ástæða sé til að innleiða reglur þessa efnis hér á landi og þá hvort vænlegra sé að fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158 eða
    hvort betra sé að gera eins og við Íslendingar höfum svo oft gert í gegnum árin, og fara að fordæmi Dana.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaritgerð_Arnar_Kristinsson .pdf407.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna