ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10025

Titlar
  • Af óréttmætum skilmálum í neytendasamningum

  • en

    Unfair terms in consumer contracts

Skilað
September 2011
Útdráttur

Í greinargerð þessari er leitast við að svara því hvernig túlka beri 36. gr. a.-d. laga nr.
7/1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga til samræmis við skyldur íslenska
ríkisins vegna EES samningsins. Til að varpa ljósi á viðfangsefnið er í gerð grein fyrir
tilskipun 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum en 36. gr. a.-d.
samningalaga byggja á ákvæðum tilskipunarinnar. Þá er setning laga nr. 14/1995 rakin en
með þeim lögum var einkaréttarlegur hluti tilskipunarinnar leiddur í íslensk lög. Þá eru
raktir dómar Evrópudómstólsins sem túlka tilskipunina og þeir íslensku dómar sem fallið
hafa þar sem reynt hefur á ákvæði 36. gr. a.-d. Að endingu er svo dregin sú ályktun að þótt
að innleiðing tilskipunarinnar árið 1995 hafi verið í fullu samræmi við efni
tilskipunarinnar sé þess varla að sjá merki hjá íslenskum dómstólum að hún hafi verið
innleidd.

Samþykkt
12.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð_Aðalste... .pdf677KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna