ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1004

Titill

Hlíðarfjall : markaðsathugun á Bretlandi

Útdráttur

Markmið þessarar skýrslu er að skoða þann möguleika, hvort hægt sé að markaðssetja Hlíðarfjall fyrir breska skíðaiðkendur. Miðað er við stuttar skíðaferðir, eða um það bil fjóra daga.
Skýrslan skiptist í sex meginhluta. Í fyrsta og öðrum hluta er skoðaður sá fræðilegi bakgrunnur, sem nauðsynlegur er við gerð skýrslunnar. Þriðji hluti skýrslunnar fjallar um flug og ferðaþjónustu. Skoðað er sérstaklega beint flug til Akureyrar og framtíð þess. Rannsókn var gerð til að nálgast upplýsingar um markaðinn og fjallar fjórði hluti skýrslunnar um það, hvernig staðið var að henni. Í fimmta hluta skýrslunnar er sett upp markaðsáætlun, þar sem markaðurinn er greindur og framkvæmd Svót greining. Í sjötta og síðasta hluta skýrslunnar eru settar fram niðurstöður sem fengust við þeim rannsóknarspurningum sem lagðar voru fram í upphafi skýrslu og mynda ákveðin ramma utan um viðfangsefnið.
Mikill vöxtur hefur verið í skíðaferðum á Bretlandi. Áætlað er að yfir milljón Breta fari í skíðaferðir til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada árið 2004. Bretar eru duglegir að koma til Íslands yfir vetrarmánuðina og miðað við þær forsendur er, áhugavert að skoða, hvort hægt sé að ná hlutdeild af þeim markaði.
Niðurstöður skýrslunnar benda til þess, að ekki er hægt að markaðssetja Hlíðarfjall eitt og sér á Bretlandi miðað við þær forsendur, sem settar voru fram í upphafi. Fjallið þykir of lítið og afþreying, sem þar er í boði ekki nægjanleg, til að Bretar taki það fram yfir önnur skíðasvæði sem í boði eru. Hegðun ferðamannsins hefur verið að breytast. Ekki þykir eins mikill lúxus að ferðast, í dag eins og áður fyrr. Ferðamaðurinn vill fá að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Skíðaferðir hafa verið á markaði í fjölda ára og erfitt er að ná nýjum viðskiptavinum ef ekki er hægt að aðgreina ferðina á einhvern hátt. Með því að bjóða upp á vetrarafþreyingarpakka á Norðurlandi með öllum þeim nýjungum sem ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp að undanförnu, er hægt að skapa aðgreiningu. Ísland er land elds og íss og með það í huga, er hægt að blanda saman skíðaferðum, jarðböðum og ýmissi afþreyingu sem Norðurland hefur upp á að bjóða.
Lykilorð: Markaðsáætlun, Skíðaferðir, Stutt frí, Norðurland, Akureyri, Markaðssetning á Internetinu og Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hlidarfjallmark.pdf918KBLokaður Hlíðarfjall - heild PDF  
hlidarfjallmark_e.pdf167KBOpinn Hlíðarfjall - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
hlidarfjallmark_h.pdf205KBOpinn Hlíðarfjall - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
hlidarfjallmark_u.pdf164KBOpinn Hlíðarfjall - útdráttur PDF Skoða/Opna