ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10055

Titill

Betur má ef duga skal. Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu og samfélagsábyrgð fyrirtækja

Skilað
September 2011
Útdráttur

Rannsókn þessi miðar að því að varpa ljósi á hvernig leiðir frjálsra félagasamtaka í þróunaraðstoð og samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi liggja saman og hvernig fyrirtæki geta hugsanlega samræmt arðsemissjónarmið sín markmiðum um samfélagsábyrgð í gegnum þróunaraðstoð. Fyrst er umfang og eðli frjálsra félagasamtaka og sjóða í þróunarsamvinnu á Íslandi greint og metið þar sem ekki voru til fyrirliggjandi upplýsingar um slíkt. Farið er yfir sögu þróunarsamvinnu á Íslandi, núverandi staða skoðuð og hún borin saman við þær leiðir sem farnar eru í nágrannaríkjum okkar. Sá samanburður gefur til kynna að Íslendingar eru eftirbátar nágrannaríkjanna í þróunarsamvinnu. Aðkoma fyrirtækja í gegnum samfélagsábyrgð er mjög skammt á veg komin hérlendis og hefur einskorðast við peningagjafir. Samstarf einkageirans og frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu er hinsvegar stór hluti af þróunarstarfi Norðurlandanna. Farið er yfir hvaða leiðir hafa verið farnar þar og mögulegar leiðir Íslands til aukinnar þátttöku í þróunarsamvinnu skoðaðar. Komist er að þeirri niðurstöðu að fyritæki og frjáls félagasamtök í þróunaraðstoð geti raunverulega haft hag af samstarfi í þágu baráttunnar gegn fátækt og unnið sameiginlega að Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Slík er raunin í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til annars en að ætla að Ísland geti farið sömu leið.

Samþykkt
14.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Betur ma ef duga s... .pdf4,62MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna