is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10057

Titill: 
  • Stefnur ríkja í rafrænni stjórnsýslu: Einsleitni og fjölbreytni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um stefnur ríkja í rafrænni stjórnsýslu. Reynt er að komast að því hvort þær séu líkar hverri annarri eða fjölbreyttar og hvort nota megi skynsemiskenninguna (e. rational choice theory) eða einmótunarkenningu (e. institutional isomorphism) til að útskýra fá- eða margbreytnina. Til að kanna líkindin og hvort kenningarsviðið á betur við stefnurnar er innihaldsgreining (e. content analysis) notuð, bæði með því að draga ákveðin atriði eða þætti úr stefnunum og hins vegar til að svara fyrirfram ákveðnum spurningum. Tekið var úrtak sex ríkja auk þess sem stefna Evrópusambandsins í rafrænni stjórnsýslu var höfð til hliðsjónar.
    Helstu niðurstöður eru þær að stefnur ríkja í rafrænni stjórnsýslu virðast heldur líkar hverri annarri þótt blæbrigðamunur sé á áherslum hvers og eins ríkis. Skýra má líkindin að mörgu leyti með einmótunarkenningunni en að nokkru leyti einnig með skynsemiskenningunni. Hægt er að greina mun á milli stefna Asíuríkja og Evrópuríkja, sér í lagi norrænna, en um það má deila hvort stefna Evrópusambandsins hafi áhrif á stefnur aðildarríkja þess og má þar finna bæði rök með og á móti.

Samþykkt: 
  • 14.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Þ - MPA - Lokaskjal.pdf1.15 MBLokaðurHeildartextiPDF