ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1006

Titill

Ávinningur af notkun harðkornadekkja í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til vegslits og umferðarmengunar

Útdráttur

Lykilorð: Kostnaðar- og ábatagreining; hjólbarðar; umferðarmengun; vegslit.
Til að auka umferðaröryggi í vetrarakstri er stöðugt verið að leita nýrra leiða. Ein þeirra er nagladekk. Notkun þeirra hófst hér á landi um 1964 og náðu þau strax mikilli útbreiðslu, eða allt að 90 – 95%. Með notkun þeirra töldu ökumenn sig loks hafa fundið þá lausn sem hentaði við íslenskar vetraraðstæður. Seinna kom þó í ljós að með notkun þeirra sköpuðust ýmis vandamál. Vegslit á götum höfuðborgarsvæðisins jókst með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Umferðarmengun vegna vegslits fór vaxandi í formi svifryks og hávaði af völdum nagladekkja varð viðvarandi yfir vetrarmánuðina. Því hefur allra leiða verið leitað svo draga megi úr nagladekkjanotkun án þess að umferðaröryggi minnki. Hjólbarðaframleiðendur koma stöðugt með nýjungar til að koma til móts við þarfir ökumanna í vetrarakstri. Ein þeirra er harðkornadekk. Þróun þeirra hefur staðið yfir allt frá árinu 1970 en notkun þeirra hér á landi hófst ekki fyrr en 1996. Rannsóknir hafa sýnt að eiginleikar þeirra henta ágætlega á höfuðborgarsvæðinu, án þess að umferðaröryggi minnki. Vegslit af notkun þeirra er aðeins brot af vegsliti vegna nagladekkjanotkunar sem leiðir til minni svifryksmengunar og hávaði frá þeim er mun minni. Kostnaður við endurnýjunar malbiks af þeirra völdum er miklu minni en vegna nagladekkja og því þörf á að kanna hvort ekki sé raunhæfur möguleiki á að auka notkun þeirra í stað negldra hjólbarða. Með því að greina þann malbikunarkostnað sem er í dag og bera hann saman við þann kostnað sem verður ef dregið er úr notkun þeirra má sjá að svo er. Niðurstöður greiningarinnar hér leiðir í ljós að spara má 577,6 – 838,3 millj. kr. að núvirði fram til ársins 2012, eða sem nemur 63,5% af malbikunarkostnaði vegna nagladekkjanotkunar, miðað við 5% ávöxtunarkröfu. Ef miðað er við 6% ávöxtunarkröfu er sparnaðurinn að núvirði um 557,6 – 809,2 millj. kr., eða sem nemur 62.0% af malbikunarkostnaði vegna naglsdekkjanotkunar,
Sé einnig tekið tillit til þeirra aukaútgjalda sem ökumenn verða fyrir vegna óþarfa umfelgana verður heildarsparnaðurinn á bilinu 1,8 – 2,1 milljarðar kr. að núvirði fram til ársins 2012 ef miðað er við 5% ávöxtunarkröfu, en 1,7- 2,0 milljarðar kr. ef miðað er við 6% ávöxtunarkröfu.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
dekk.pdf438KBLokaður Ávinningur af notkun harðkornadekkja í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til vegslits og umferðarmengunar - heild PDF  
dekk_e.pdf85,3KBOpinn Ávinningur af notkun harðkornadekkja í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til vegslits og umferðarmengunar - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
dekk_h.pdf115KBOpinn Ávinningur af notkun harðkornadekkja í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til vegslits og umferðarmengunar - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
dekk_u.pdf87,2KBOpinn Ávinningur af notkun harðkornadekkja í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til vegslits og umferðarmengunar - útdráttur PDF Skoða/Opna