is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10065

Titill: 
  • Hvernig hefur markaðsvæðing kynfruma og sjúkdómsvæðing ófrjóseminnar áhrif á konur, kvenlíkamann og kvenhlutverkið? Femínísk úttekt í hagrænu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markaðsvæðing kynfruma, útvíkkun hugtaksins ófrjósemi og áhrif þess á konur, kvenlíkamann og kvenhlutverkið eru meginviðfangsefni þessara skrifa. Þau úrræði sem í boði eru við ófrjósemi eru til staðar vegna aukinnar þróunar á sviði líftækni og fyrir tilstilli sérhæfðra læknastofa sem starfa á einkamarkaði. Skapast hefur samkeppnisumhverfi með kynfrumur sem lýtur lögmálum hins frjálsa markaðar. Hins vegar getur ríkjandi orðræða og orðanotkun í þessu samhengi afbakað skilning okkar á eggfrumuheimtingu kvenna, staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og haft í för með sér normalíseringu á æxlunarfærum kvenna. Leitast ég við að máta félagslega mótaðan skilning samfélagsins á kvenhlutverkinu og „eðli” kvenna við raunverulega stöðu kvenna innan hins svokallaða ófrjósemisiðnaðar. Þar sem bandarískt lagaumhverfi er að mestu laust við lagasetningar á sviði líftækni lá beinast við að skoða þróunina þar í landi. Lít ég einnig til heimilda sem greina frá upplifunum kvenna sem hafa verið staðgöngumæður í þeim tilgangi að skoða hvort frásagnir þeirra styðji við viðteknar staðalímyndir um konur. Þegar litið er til niðurstaðna verður að segjast að aukin markaðsvæðing æxlunar og orðræða sem einkennist af meintri og æskilegri velgjörð kvenna hafi styrkt hið ríkjandi kynjakerfi og ýtt undir félagslega mótuð kynhlutverk kvenna. Með því að sveipa markaðsviðskipti orðræðu um fórnfýsi, gjafir og samhjálp hefur skort gagnrýna umræðu um mögulegar afleiðingar slíkrar markaðsvæðingar.

Samþykkt: 
  • 15.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Rún Sigrúnardóttir.pdf333.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna